Nuun freyðitöflurnar eru bragðgóð og hentug leið til að auka vökvainntöku og tryggja gnægð mikilvægra steinefna, en bæði eru nauðsynlegur hluti af góðri líðan og endurheimt eftir líkamleg átök enda eru Nuun töflurnar hannaðar af íþróttafólki fyrir íþróttafólk.
Virkni og kostir Nuun
Virkni Nuun byggir á því að þegar við svitnum mikið tapar líkaminn mikilvægum steinefnum (en: electrolytes). Við það getur orðið ójafnvægi í steinefnabúskap líkamans sem getur leitt til stífleika, vöðvakrampa, minnkaðrar getu og vanlíðan. Stundum má kenna steinefnaskorti um sinadrátt en í mörgum tilfellum er ekki síður um vökvaskort að ræða.
Öll innihaldsefni Nuun hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan og utan frumna þar sem natríum, kalíum og klóríð eru í hærra hlutfalli en kalk og magnesíum. Natríum og klór er að finna í hærra hlutfalli í svita samanborið við hin þrjú.
Þar sem virkni Nuun byggir á að viðhalda og leiðrétta vökva og steinefnabúskap geta töflurnar einnig hentað vel þegar uppköst og niðurgangur er, eða hefur verið viðvarandi.
Kostir Nuun við líkamsáreynslu er að viðhalda jafnvægi í vökvabúskap líkamans og stuðla með því móti að aukinni getu og úthaldi. Slíkt getur ráðið úrslitum til að mynda í fjallahlaupum, hjólaferðum, þríþraut, maraþoni, í fjallgöngum, cross-fit, fyrir björgunarsveitarfólk í sínum störfum, í göngum á haustin í leit að fé á fjöllum auk annarrar krefjandi líkamsáreynslu.
Það að hafa gott bragð af drykknum sem þú ert að drekka, hvetur þig til að drekka meira og þannig kemst vökvajafnvægi á fyrr.
Tegundir og bragð
Nuun kemur í tveimur týpum, annars vegar Sport Hydration og hins vegar Ultra Hydration. Bragðtegundirnar eru fimm og allar mjög ferskar: Appelsínu, jarðarberja-límónu og sítrónu-lime eru í Sport Hydration línunni en hindberja og mangó í Ultra Hydration línunni. Hvorug týpan er eiginlegur orkudrykkur þar sem kolvetna innihald er lágt, megin markmiðið með Nuun er að veita steinefni og auka vökvaneyslu.
Sport Electrolyte línan:
Innihald og notkun í Sport Electrolytes er sem hér segir:
INNIHALDSLÝSING:
1 tafla af Nuun Sport Electrolytes inniheldur:
Orka 11 kcal
Kolvetni 1,2 g
Salt 0,77 g
Natríum 300 mg
Klóríð 50 mg
Kalíum 133 mg
Kalk 80 mg
Magnesíum 25 mg
C-vítamín 67 mg
* Í stöku tilfellum gætir einhverjum fundist það „bragðsterkt“ og sér í lagi fyrir erfið og langvarandi hlaupaátök. Ef svo er þá má einfaldlega bæta 25-50 ml við og lækka þannig styrkinn (en: osmolality) en slíkt getur skipt máli fyrir þá sem eru mjög viðkvæmir í meltingarveginum og eru gjarnir á að fá hlaupasting eða meltingartengd einkenni við átök, sér í lagi á það við í hlaupum þar sem maginn hristist í lengri tíma. Hins vegar er líklegra að það sé of hár styrkur kolvetna sem er að valda slíkum óþægindum í meltingarveginum og því ætti notkun á Nuun að vera nokkuð vel örugg – jafnvel fyrir mjög viðkvæma. Fólk þarf þó að prófa sig áfram t.d. fyrir langar eða mjög krefjandi æfingar áður en að hvaða bætiefni sem er er notað í fyrsta sinn í keppni eða þar sem ekkert má klikka!
Ultra Ultra Hydration línan:
Nuun Ultra Hydration er áhrifarík leið fyrir íþróttafólk og þá sem stundar mikla hreyfingu til að stuðla að góðu vökvajafnvægi og ná top árangri. Hvort heldur þú ert á krefjandi æfingum, hlaupandi eða hjólandi á stígum eða í ófærum, eða í annars konar áreynslu. Nuun veitir hraða vökvahleðslu og bragðgóðan drykk sem hvetur þig til að drekka meira og draga þannig úr hættu á vökvaskorti.
Notkun
Mælt er með að láta eina freyðitöflu leysast upp í 120 ml af vatni, þannig eru bragðgæðin góð en styrkur steinefna hæfilegur.
INNIHALDSLÝSING:
1 tafla af Nuun Ultra Hydration inniheldur:
Orka 15 kcal
Kolvetni 3 g
Salt 230 mg
Sodium 92 mg
Kalíum 94 mg
Klóríð 100 mg
Nuun með koffíni
Í Nuun línunni eru einnig týpur sem innihalda koffín og má auðveldlega sigta þær út þar sem tappinn er svartur. Hver skammtur inniheldur 40m af koffíni sem kemur úr lífrænu grænu tei og bragðtegundirnar eru Wild Berry og Cherry Limeade. Ráðlagt er að leysa eina töflu upp í 475 ml af vatni.
INNIHALDSLÝSING:
Vörulína Nuun: https://www.lyfja.is/voerumerki/nuun/
Nuun fæst í flestum apotekum, Heilsuhúsinu og í bætiefnahillu Nettó, Krónunnar og Hagkaup. Nuun fæst einnig í netverslun Heilsuhússins, netverslun Nettó og í netverslun Lyfju.