Fara í efni

Matarskipulag og uppskriftir fyrir sumarið!

Matarskipulag og uppskriftir fyrir sumarið!

Hæ! Fyrir nokkrum vikum síðan deildi ég með ykkur sunnudags-matarskipulagi mínu sem sló algjörlega í gegn og hafa nú yfir 1400 manns hafa nýtt sér það!

Það er greinilegt að þið elskið matarskipulag svo ég ákvað að gefa ykkur smá framhald af því með áherslu á undirbúning máltíða, í von um að auðvelda ykkur hollustu og heilbrigðan lífsstíl í sumar! (sérstaklega á ferðalögum og í útilegum)

 

DSC_5270small

Smá skipulag og undirbúningur í matargerðinni sparar þér gífurlegan tíma í gegnum vikuna og þarf alls ekki að vera tímafrekt eða flókið! 

DSC_5266small

Skothelt matarskipulag er jafnframt lykillinn að halda sér við hollt mataræði og falla síður fyrir freistingum og skyndibita.

DSC_5235small

Það er heldur ekkert unaðslegra en að opna ísskáp eða kæli fullan af hollum mat í snyrtilegum ílátum sem bíður eftir að fylla þig orku og ljóma! Þannig viljum við mæta sumrinu ekki satt?

DSC_5314small

Í matarskipulagið hef ég sett saman nákvæmlega hvað ég geri þegar ég á sérstaklega annríkar vikur með uppskriftum fyrir morgunmat, hádegismat og kvöldmat sem endast í allt að 5 dögum! Allt á klukkustund!

Fáðu skipulagið og uppskriftir ókeypis hér! Hentar það vel fyrir annríkar vikur heima, útilegur, ferðalög eða lautarferðir!

Hollráð fyrir matar- undirbúning vikunnar:

  • Lax, kjúkingabringur eða tófú er gott prótein til að eiga í gegnum vikuna og geymist í kæli í allt að 3-4 dögum ef þú geymir það rétt. Hægt er að bæta því útí eldað kínóa, grænmeti og ferskt salat fyrir fljótlegan hádegisverð eða kvöldmat.
  • Laxasalat er eitthvað sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og góð leið að nýta afgangs lax! Þetta set ég helst í vefjur eða raw samlokur mínar (uppskrift af laxasalati finnst í matarskipulaginu).
  • Sætkartöflumús með engiferrót er æðisleg frábær með öllum grillmat og auðvelt að hita upp í litlum potti!
  • Niðurskorið ferskt grænmeti er góð leið að minna okkur á að borða meira grænmeti og tilvalið dýfa í tahini dressinguna mína (sem er uppskrift af í skipulagsskjalinu) og hafa með í göngur eða bílferð.
  • Grillsósur eru nauðsynlegar, það geta flest okkar verið sammála um ekki satt? Ég geri oft tvær mismunandi sósur eða/og dressingar klárar fyrir vikuna sem er þá auðvelt að grípa í með kvöldmatnum (uppáhalds grillsósu mína má finna í matarskipulaginu).
  • Súkkulaðiprótein-hafragrautarnir mínir eru fullkomnir ferðafélagar í göngur eða útilegurnar. Ég geri einn skammt og hann endist mér í 5 krukkur sem hægt er að borða í morgunmat eða sem millimál. 

Hér setti ég saman einfalt laxasalat með grillsósunni, blómkálsvængjum og salati. Ótrúlega saðsöm og góð blanda.

DSC_5286small

Skráðu þig hér fyrir skipulagið - og uppskriftir sem ég deili hvergi annarstaðar!

Í matarskipulaginu finnur þú að auki sniðug ráð frá mér um geymslutíma og geymsluaðferðir!

Lautarferðir eru skemmtilegar í sumar. Ég tek gjarnan með mér þessa rétti í góðri kælitösku fyrir matinn. 

DSC_5338small 

Þú gætir síðan hlakkað til að hefja haustið orkumeiri, léttari og full vellíðan með Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem við hjá Lifðu til fulls hefjum í haust.

Engar áhyggjur ef þú veist ekki hvar þú ættir að byrja því ég mun leiða þig skref fyrir skref að skapa lífsstíl sem virkar fyrir þig! Færðu algjört skipulag, áætlanir, matseðla og hugarvinnu sem gerir þér kleift að fara lengra en þú hefur nokkru sinni áður með heilsuna!

Þangað til vona ég að þú eigir hollt og skemmtilegt sumar saman! Það þýðir ekkert annað!

 DSC_5305small

 Heilsa og hamingja,

jmsignature