Fara í efni

Hvað er sykurlöngunin að segja þér? - Óvæntar ástæður

Hvað er sykurlöngunin að segja þér? - Óvæntar ástæður

Við vitum flest að sykur er skaðlegur heilsunni og er það margsannað. En hvernig hætti ég að borða sykur?

Til þess að komast að bestu leiðinni til að hætta að borða sykur, er gott að rýna aðeins í sykurlöngunina og hvað er á bakvið hana. En það eru ýmsar ástæður fyrir því að líkaminn kallar á sykur og þegar við höfum komist að því hverjar þær eru, er hægt að útrýma þeim. Svo einfalt er það!

Í kennslusímtalinu "3 einföld skref til að losna við sykurlöngun, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!” sem ég er að halda á fimmtudaginn, fer ég vel yfir orsakir og lausnir á sykurlöngun, sem er eitt það þrálátasta heilsuvandamál sem fólk glímir við í dag! Ef þú ert ekki nú þegar búin/n að skrá þig, mæli ég með að þú gerir svo strax því plássin eru alveg að fyllast!

pexels-photo-65547

Hér að neðan eru fjórir þættir sem oft liggja á bakvið sykurlöngun...

Skjaldkirtilsvandamál

Ef þú ert þreytt, undir mikilli streitu og glímir við sykurlöngun getur það verið merki um latan eða óvirkan skjaldkirtil. Oft getur slíkt leitt af sér mikla spenna myndast í vöðvum sem og veldur höfuðverkjum.

Hvað er til ráða?
Drekktu nóg að vatni, til að skola út eiturefnum og stuðla að hreinsun líkamans. Fáðu síðan nógan svefn til að draga úr líkum á því að þú sækir í skyndiorku. Talið er að latur skjaldkirtill sé 50% afleiðing slæms mataræðis og því mikilvægt að borða hreina og góða fæðu sem eykur orkuna og því ekki vitlaus að skrá þig fyrir kennslusímtalið HÉR enda fer ég yfir ráð að orkuríku mataræði í símtalinu og hvernig hægt er að komast yfir sykurlöngun.

Candida

Ef þú kemst ekki í gegnum daginn án þess að fá þér brauð eða sykur gæti verið að þú sért með Candida sveppasýkingu. Önnur einkenni þess getað verið sýkingar í ennisholum, slím í öndarvegi- og hósti, uppþema og meltingaróþægindi sem og fleiri einkenni.
Candida er sveppasýking sem myndast þegar ónæmiskerfi líkamans og aðrar góðar bakteríur í líkamanum hafa verið skertar. Sýklalyf getað sem dæmi ýtt undir þess að blossi upp candinda sveppasýking þar sem þau bæla niður "góðu” meltingargerlanna en stress og lélegt mataræði getur einnig verið orsakavaldur á að þetta ójafnvægi myndast í meltingarvegi og candida hefur drepið góður bakteríurnar.

Hvað er til ráða?
Takmarkaðu sykur og koffín og taktu inn meltingargerla til að efla magaflóruna. Fyrir bestu útkomur er mælt með að hreinsa mataræðið og losa líkaman alveg við sykri. Eitthvað sem við gerum þ.a.m með “Frískari og orkumeiri þér á 30 dögum” námskeiðinu. Getur þú lesið betur um það hér.

Streita

Þegar við erum undir miklu álagi bregst líkaminn við á allskonar hátt. Eitt af því sem hann gerir er oft að offramleiða adrenalín. Þetta leiðir til álags á líkamann sem veldur oft sykurlöngun.

Hvað er til ráða?
Mikilvægast af öllu er að bera einkenni á hvað veldur streitu í lífi þínu og draga úr henni. Hafðu svo í huga að næra þig jafnt og þétt yfir daginn og passa blóðsykurinn með því að hafa nægt prótein og eitthvað hollt til að grípa þér milli mála.

Breytingarskeið

Mjög algengt er að konur á breytingaraldri finni fyrir gríðarlegri sykurlöngun. Við hormónaójafnvægi reynir líkaminn að hækka magn ánægju-hormónsins serótóníns og þar sem sykur ýtir undir serótónínframleiðslu getur þetta því valdið sykurlöngun.

Hvað er til ráða?
Minnkaðu sykurinn eins mikið og hægt er og besta lausnin er að taka hann alveg út og hreinsa líkaman fyllilega frá sykri í allt að 30 dögum.  B6 vítamín getur einnig stuðlað að jafnvægi og vellíðan í líkamanum og dregið úr sykurlöngun sem og ýmsar fæðutegundir. Mun ég einmitt fara yfir helstu fæðutegundir sem vinna á sykurlöngun og styðja við hormón á ókeypis kennslusímtalinu HÉR.

Þessi atriði hér að ofan eru bara nokkur af mörgum, en það er auðvitað persónubundið hvað getur valdið sykurlöngun. Ef þetta vakti athygli þína og þú vilt læra meira væri gaman að hafa þig með í ókeypis kennslusímtalinu "3 einföld skref til að losna við sykurlöngun, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!”   á fimmtudag þar sem ég fer m.a yfir fleiri algeng atriði sem valda sykurlöngun og hvað er til ráða sem og hvaða sætugjafa á að velja og uppskriftir sem steinliggja þegar kemur að því að vinna gegn sykurlöngunni.

Svona ókeypis kennslusímtöl eru virkilega skemmtileg og krefjast ekki þess að þú mætir eitthvert heldur getur sankað að þér þekkingunni heima í stofunni. Þú mætir einfaldlega á slóð sem ég sendi þér.

Í lok símtalsins mun ég síðan opna fyrir línuna og svara spurningum, svo ef þú hefur verið að velta fyrir þér hvernig best sé fyrir þig að hefja nýjan lífsstíl skalt þú endilega skrá þig og "mæta” í beinni!

Það eru aðeins takmörkuð pláss í boði svo ég mæli með því að skrá sig strax!

“Sjáumst” á fimmtudaginn!

Heilsa og hamingja,

jmsignature