Fara í efni

Fiskur er svo góður.

Þessi fiskréttur er alveg draumur. þeir sem vilja geta bætt við rjóma. Eða steikt pistasíur í smjöri á pönnu og notað með.
Steinbíturinn er sælgæti.
Steinbíturinn er sælgæti.

Kvöldmaturinn.

Ég fékk eitthvað yfir mig í gær verð að fá góðan fisk <3
Og mig langaði í hvítan fisk.
Steinbitur í Kóriander og lime er sennilega með því betra sem ég fæ.
Og þessi var sjúklega góður.
Þegar að mig vantar fisk sem aldrei klikkar er það Hafið Fiskverslun​
Steinbíturinn hjá þeim er alltaf svo sjúklega góður .

Hafið í Kopavogi er nær mér en Hafið í Spöng er engu síðri.
Ég er ein af þeim sem ef ég fæ góða þjónustu kem ég aftur þess vegna er Hafið mín búð.

Steinbítur i eldföstu móti.

Kryddlögur allt í skál sem hægt er að velta fiskinum til.

2 msk. olía
2 msk. vatn
2 msk. Lime ....nýkreistur
1 tsk. cummin
1 tsk. karry frá Pottagöldrum
1/2 rauður chilli vel saxaður
1 heill hvítlaukur eða minna eftir smekk hafa hann marin
Lófafyllir af kórander saxa vel
Lófafyllir af steinselju saxa vel
Maldon salt og nýmulin pipar eftir smekk.

Hræra þessu öllu vel saman.
Skera fiskin í hæfilega bita og setja út í kryddlöginn.
Nudda með höndunum og velta þessu vel upp úr leginum.

Í eldfast mót.

Skera niður sætar kartöflur eða hvítar og leggja í botninn.
Ég kýs að hafa þunnar sneiðar.
Skera niður í sneiðar einn tómat og leggja yfir kartöflurnar
Þá skera niður papriku og bæta við í mótið ásamt blaðlauksspírum.

Þá er að leggja fiskbitana saman við .
Inn í ofn á 200gráður
Ég get ekki gefið ykkur akkúrat eldunar tíma.
Því ég vil ekki mikið eldaðan fisk.
Ég er með þetta í 20 min inn í ofni en margir kjósa að elda fisk lengur.

Þessi fiskréttur er alveg draumur.
þeir sem vilja geta bætt við rjóma.
Eða steikt pistasíur í smjöri á pönnu og notað með.

Meðlætið hjá mér var kínóa og ristaðar möndlur frá Heilsu.
Mæli með svona nammi kínóa með ristuðum möndlum er æði.
Ég sýð kínóað upp í grænmetiskrafti.

Ekkert er betra en góður ferskur fiskur fínt meðlæti og njóta.
Við erum kannski ekki heppin með veður hér á landi enn af fiskinum getum við svo sannarlega verið stolt af.