Fara í efni

Nýbakað brauð sem tekur 5min að hræra í.

Hrærið AB mjólk og agavesíróp saman og hellið út í skálina. Hrærið varlega í deiginu .
Hvað er betra en nýbakað brauð.
Hvað er betra en nýbakað brauð.

Þetta er æði brauð ekkert vesen að malla :)
Börnin mín eru mjög hrifin af þessu brauði.
Enga stund að græja og ilmurinn æði :)


Brauðið góða.
Innihald.
500 gr spelti
30 gr. Gróft kokos
1,5 msk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt (nota gott salt)
400 ml AB mjólk
1 tsk agavesíróp
40 gr haframjöl 
20 gr Sólblómafræ

Aðferð.
Blandið spelti, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og agavesíróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 - 50 mínútur.