Fara í efni

Land salatsins og osta.

Ég gæti nú alveg búið matarlega í henni Búlgaríu En þyrfti að fara af landi brott í fatarinnkaup.
Ofur hollur matur í Búlgaríu.
Ofur hollur matur í Búlgaríu.

Jæja 

Hér er bara morgunmatur , hádegi og kvöldmatur 

Verð nú að viðurkenna það að ég kem nú sennilega ekki þyngri frá Búlgaríu en við lendingu.
Ekki það að maturinn sé vondur hérna því síður.
Dásamlegur matur.
Salatið þeirra og ostarnir hérna í henni Búlgaríu eru hreint út sagt æði.
Þeir virðast vera frekar í hollustunni.
Það er ekki algeng sjón að sjá fólk í yfirvigt hérna í Sofiu.
Merkilegt.

Morgunverðarhlaðborðið er æði 
Allt einstaklega flott og ferskt.

Hádegið var í flýti á ráðstefnunni.
Salat með Búlgverskum osti.
Fékk svo annað salat um miðjan dag með tómötum og geitaosti.
Ótrúlega mikið borðað af salati ...nammi 

Kvöldmaturinn var einstaklega góður.

Steikt grænmeti með sjúklegum geitaosti og olívuolíu 
Hrein himnasæla........þessi ostur!!!
Síðan aðal máltíðin Sea Bass ( fiskur) með salati og smá sósu.

Ég gæti nú alveg búið matarlega í henni Búlgaríu 
En þyrfti að fara af landi brott í fatarinnkaup.
Hér eru konur pínu litlar og allar búðir fullar af vörum í st. s og m 
Dásamlegt og skóbúðirnar með dásamlega pínu litlum kvennskóm.
Algeng skóstærð í Búlgaríu er st. 35 .
Ég er í st. 42 svo þetta er hressandi.
En svo er nú annað mál að tískan í Búlgaríu er ekki okkar tíska.
Allt annað dæmi.
En miklar dömur :)
Og glæsilegar konur.

Jæja þá er bara að koma sér í rúmið og bíð ég góða nótt frá henni Sofíu :)