Fara í efni

Pesto Pizza alveg draumur.

Ég skelti einni heilhveiti tortilla á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Smurði brauðið með pestó. Síðan bara leika sér með álegg.
Pestó og allt verður betra.
Pestó og allt verður betra.

Hádegið.

Mig langaði svo í eitthvað sjúklega gott í hádeginu.
Fór svöng að versla og var næstum farin að narta i hillurnar...
Fékk eitthvað yfir mig "langar í pestó"

Nú þá bara græja það líka svo einstaklega auðvelt og þarf ekki neina uppskrift .
Bara græja og gera :)

Pestó.
100gr parmesan
30gr Basilikur
Ein hressileg lúka cashew hnetur
3 rif hvítlaukur eða meira :)
1 dl. virgin olivu olía
Cayenepipar-pipar-salt

Allt í matvinnsluvél og vinna vel saman smakka sig til með kryddin.
Tilbúið á 5min.

Ég skelti einni heilhveiti tortilla á bökunarplötu með bökunarpappír undir.
Smurði brauðið með pestó.
Síðan bara leika sér með álegg.
Ég var með tómat-papriku og vorlauk.
Og miðjuna setti ég eitt egg.
Salt og pipar eftir smekk.
Þá skella inn í ofn og baka þangað til eggið er tilbúið.
Í lokin setti ég laukspírur ofan á gefa svo milt og gott laukbragð.

Tilbúin geðveik góð baka <3
Og grínlaust ég sleikti diskinn :)