Fara í efni

Réttur sem börnin elska

Velta kalkúnarstrimlum upp úr eggi og svo raspinu. Leggja bitana á ofnskúffu með bökunarpappír undir. Baka inn í ofni þangað til þetta er gyllt á litinn og stökt .
Stökkur hjúpur.
Stökkur hjúpur.
Kvöldmaturinn.

Hrós dagsins fer til Nettó í Mjódd.
Þvílíkt flott búðin núna troðfull af hollustu og góðum tilboðum.
Fékk þessa kalkúnastrimla á góðu verði og ákvað að splæsa í smá dekur fyrir fjölskylduna.

Minn réttur endaði tvíréttað.
Gat ekki ákveðið mig hvað ég vildi svo ég valdi bæði, fínt bara.
Dásamleg sinnepssósa með þessu.

Kalkúnastrimlar.

Raspið:
1 dl. spelt
1 dl. kornfleks
1 dl. koddar (Hafre Fras)
4 msk. olívu olía eða önnur góð olía eftir smekk.
Krydd eftir smekk.

Allt í matvinnsluvél og hræra vel saman. Setja raspið á disk.
Þeyta upp tvö egg á annan disk.
Velta kalkúnarstrimlum upp úr eggi og síðan raspinu.
Leggja bitana á ofnskúffu með bökunarpappír undir.
Baka inn í ofni þangað til þetta er gyllt á litinn og stökkt.

Sósan.
Sýrður rjómi 10%
Hunts sinnep (stendur fat free á því)
Hunang