Kvöldmaturinn.
Sjúklega góður fiskréttur.
Innihald.
Þorskur ( eða annar fiskur )
Ferskur Aspas 
Vorlaukur
Blaðlauks spírur
Gulrætur
Brokolí
Mango 
1 msk. Grænmetiskraftur frá Himneskri hollustu 
3 hvítlauks rif
1 askja létt smurostur sveppa
2 dl. vatn
2dl. Fjörmjólk ( eða mjólk, rjómi , kaffirjómi)
1 tsk. olia
Falk salt sítrónu.
Oregano 
Svartur pipar
Cayenne pipar
Aðferð.
Leggja fiskinn í eldfast mót.
Krydda með saltinu og kryddinu.
Búa til sósu.
1 tsk. olia hita vel og merja hvítlaukinn ofan í .
1 msk. Grænmetiskraftur 
2 dl. vatn 
Sveppa askjan
Sjóða allt vel saman.
Í lokinn mjólkina/rjómann
Hella yfir fiskinn .
Skera grænmetið yfir og leggja álpappír yfir fatið .
Setja í heitan ofn á 200gr. og elda eftir smekk....ég vil fisk ekki mikið eldaðan.
Meðlætið var Blómkáls grjón og 1 msk. spelt pasta 
Alveg sælgæti.