Fara í efni

Að hætta brjóta sig niður.

Dagurinn í dag verður frábær. RFF Reykjavík fashion festival í Hörpunni og mikil gleði þar í gangi . Dóttirin að fara ganga fyrir REY hönnun og verður gaman að horfa stoltari en allt á litla ungann sinn :)
Hver nennir að vera í sjálfsvorkun?
Hver nennir að vera í sjálfsvorkun?

Góðan daginn.

Já það er spurning hvort eggið kýs ég að vera í dag?

Það súra sem hefur allt á hornum sér afþví að ég borðaði yfir mig af Ís í gærkvöldi.
Eða þetta "Til í allt" týpan því þessi ís er löngu búin og afgreiddur og nýr dagur hefur stígið á sviðið :)

Ekki spurning hvort ég vel :)
Nenni ekki að brjóta mig yfir því hvort ég hafi farið yfir strikið á Vesturbæjar ís í gærkvöldi.
Svona lagað hefði getað farið með mig í poll sjálfsvorkunar á augnabliki hér áður.
En það sem ég hef lært á þessu brölti mínu er að ég er ekki neinnTAPARI þótt ég fái mér að borða.
Það er nefnilega ekki ein máltíð sem kemur á mig 50 kílóum aftur.
Þangað stefni ég aldrei meir.

Svo í dag þótt allur þessi hvíti dásamlegi ís hafi umvafið mig í gærkvöldi er komin nýr dagur og fullur af tækifærum 
Ég nenni ekki lengur að skamma mig og rífa niður.
Heldur hvet mig áfram og hef gaman af því :)

Dagurinn í dag verður frábær.
RFF Reykjavík fashion festival í Hörpunni og mikil gleði þar í gangi .
Dóttirin að fara ganga fyrir REY hönnun og verður gaman að horfa stoltari en allt á litla ungann sinn :)
Og svo er kær vinkona að fara sýna sína línu :)
Hlakka til að horfa og njóta.
Þessar tvær skvísur eru hetjur .

En dagurinn er bara rétt að byrja og ég á eftir að koma mér í gallann og njóta þess að svitna í poll áður en sparidressið verður dregið fram og gleðin hefst.
Líkamsræktin er eitthvað sem hægt og rólega hefur orðið af ánægju :)
Gaman að finna hægt og rólega hve maður styrkist á þessu brölti.
Að finna líkamann verða sterkari og meira til í þetta allt saman.

Það er svo margt framundan hjá mér sem er skemtilegt að ég er með fullt af fiðrildum innan í mér þessa dagana 
Og ætla njóta þess að vorið sé að koma og gleðin bara framundan.

Eigið góðan dag :)