Fara í efni

Viltu koma í veg fyrir krampa í vöðvum?

Þeir sem stunda íþróttir, eru mikið í ræktinni og hlaupa að staðaldri, kannast við krampa í vöðvum. Orsakir þessara krampa má rekja til margra þátta, eins og t.d ofreynslu, ónóg inntaka af næringarefnum úr mat eða fæðubótaefnum.
Það er sársaukafullt að fá vöðvakrampa
Það er sársaukafullt að fá vöðvakrampa

Þeir sem stunda íþróttir, eru mikið í ræktinni og hlaupa að staðaldri, kannast við krampa í vöðvum. Orsakir þessara krampa má rekja til margra þátta, eins og t.d ofreynslu, ónóg inntaka af næringarefnum úr mat eða fæðubótaefnum.

Auðvitað á íþróttafólk að reyna að fá sína næringu nær eingöngu úr mat, mat sem er ferskur en ekki fyrirfram unninn. Hinsvegar er möguleiki á að sumir sem stunda íþróttir nái ekki að fá það magn næringarefna sem nauðsyn er bara úr mat. Má þar nefna t.d D-vítamín, mikilvægt vítamín sem er ekki í mörgu af því sem við borðum.

En í flestum tilvikum geta þeir sem stunda íþróttir fengið öll sín næringarefni úr mataræði. Næringarríkt mataræði er númer 1, 2 og 3. Ef á þarf að bæta þá koma fæðubótaefnin og vítamínin inn.

En hvað er hægt að gera ef vöðvakrampi gerir vart við sig?

Þeir eru afar óþæginlegir og geta orðið til þess að þeir sem æfa, leggja minna á sig en ella.

Er hægt að koma í veg fyrir vöðvakrampa?

Mörg næringarefni hjálpa vöðvum að dragast saman og losa. Eitt af þessum efnum er hið mikilvæga Magnesíum. Þetta steinefni tekur þátt í um 300 þáttum af líkamlegri virkni, má þar nefna : Virki vöðva, virki tauga, glúkósa magn í blóði og blóðþrýstingi.

Of lítið af inntöku á Magnesíum er afar algeng í hinum vestrænu löndum.

Sem betur fer er hægt að finna Magnesíum í mörgum fæðutegundum. Matur sem er ríkur af trefjum er einnig ríkur af Magnesíum.

Hérna eru nokkar tegundir af mat sem er afar ríkur af Magnesíum:

- Græna grænmetið eins og t.d spínat.

- Hnetur.–

- Baunir og sojabaunir.

- Gróft morgunkorn.

- Gróft brauð.

- Avocados.

- Hrísgrjón.

- Kartöflur.

- Jógúrt, mjólk og aðrar mjólkurafurðir.

- Bananar (hlauparans besti vinur) og epli.

- Lax, einnig fullur af omega-3.

- Kjúklingur og nautakjöt.

Ef þú ert heilbrigður einstaklingur yfir 18 ára aldri og þú velur að taka Magnesíum í töflu- eða duft formi, passaðu þá upp á skammtinn sem þú ert að taka. Ráðlagður dagsskammtur fyrir konur eru 320 mg og fyrir karlmenn eru það 420 mg.

Heimildir: nutritonandsports.net