Fara í efni

Taktu æfingu á morgnana, hér eru nokkrar ástæður afhverju morgun æfingar eru góðar fyrir sál og líkama

Taktu æfingu á morgnana, það hefur góða kosti fyrir sál og líkama.
Hressari eftir góða æfingu snemma á morgnana
Hressari eftir góða æfingu snemma á morgnana

Taktu æfingu á morgnana, það hefur góða kosti fyrir líkama og sál.

Þó þú sért týpan sem ert komin í kósý fötin á kvöldin að þá er kominn tími til að fagna því að taka morguninn snemma og skella þér í ræktina.  Það mun hjálpa þér að halda stundatöflunni á réttu róli varðandi ræktina.

Hérna eru frábærar ástæður afhverju þú ættir að taka á því eldsnemma og svitna vel.

Þú þarft ekki að finna tíma fyrir ræktina eftir vinnu.

Því við vitum öll að þú ferð ekki í ræktina eftir að hafa farið og hitt vini og vinkonur í einn drykk eftir vinnu.

Þú keyrir fitubrennsluna í gang þegar þú þarft mest á því að halda.

Að byrja daginn á að hreyfa sig keyrir brennsluna í gang sem þýðir að þú ert brenna því sem þú borðar yfir daginn, sem þýðir að brennslan er ekki í gangi á meðan þú sefur.

Þú átt auðveldara með að einbeita þér.

Líkurnar á að þú verðir trufluð eldsnemma á morgnana eru afskaplega litlar. Hugsaðu aðeins um þetta: Það er miklu auðveldara að einbeita sér að æfingunum þegar enginn er að senda tölvupósta eða sms skilaboð til þín á fimm mínútna fresti.

Það eru færri mættir í ræktina eldsnemma.

Líkamstæktarstöðvar eru vanalega minna troðnar af fólki eldsnemma. Þú getur æft í friði.

Þú verður miklu hressari yfir daginn.

Líkaminn er fullur af endorfíni og þér líður afar vel og ert full af orku. Og það eru minni líkur á að þú farir að raða í þig óhollustu yfir daginn.

Og þú þarft ekkert að vakna miklu fyrr en vanalega.

Ef þú hefur bara nokkrar mínútur á morgnana, prufaðu þá að taka æfingu sem tekur bara 5 mínútur. En það er hægt að ná sér í mörg þannig myndbönd á t.d hér á síðu heilsutorgs og á Youtube. Stilltu vekjaraklukkuna 15 mínútum fyrr en vanalega og þá getur þú náð þér í smá hreyfingu, tekið t.d handleggi, maga og læri.

Heimildir: womenshealthmag.com