Fara í efni

Já, að fara út að ganga er gott fyrir alla!

En hvers vegna ætli það sé og hvers vegna skiptir máli á hvað hraða þú gengur?
Að ganga er hin besta hreyfing
Að ganga er hin besta hreyfing

En hvers vegna ætli það sé og hvers vegna skiptir máli á hvað hraða þú gengur?

Að fara í 30 mínútna göngutúr um hverfið þitt er fín hreyfing ef þú heldur góðum hraða.

Fólk sem gengur hægar lifir ekki eins lengi skv. National Walkers Health Study.

Þessi rannsókn var gerð í Lawrence Berkley National Laboratory til að meta tengsl milli þess að ganga sér til hreyfingar og löngu lífi. Tæplega 40 þúsund manns tóku þátt í þessari rannsókn.

Það sem kom í ljós að hraði á göngu skiptir miklu máli. Þeir sem ganga hægar þegar þeir ætla út að hreyfa sig eru í áhættuhóp á að fá hjartasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki eða elliglöp (Alzheimers).

Áður var haldið að hraðinn skipti ekki öllu máli. Fólk væri allavega að fara út og hreyfa sig. En gangir þú hraðar þarftu ekki að fara eins langa vegalengd og þeir sem taka þetta í rólegheitunum.

En taka verður inn í þetta að oft eru það eldri borgara sem fara út að ganga og vegna heilsufars að þá geta þeir ekki tekið góða kraftgöngu.

Ef þú ert að byrja að fara út að ganga þér til heilsu, þá skaltu byrja hægt, mæla tíman sem það tekur þig að fara t.d 2 km í byrjun og auka svo smátt og smátt við. Og áður en þú veist ertu farin að ganga hratt og ákveðið og lengri vegalengdir á styttri tíma.

Grein fengið af womenshealthmag.com