Fara í efni

Hvernig er best að ná 10 þúsund skrefum á dag?

Jafnvel þó þér finnist ekkert gaman að ganga þá er möguleiki að þessi grein fái þig til að skipta um skoðun.
Hvernig er best að ná 10 þúsund skrefum á dag?

Jafnvel þó þér finnist ekkert gaman að ganga þá er möguleiki að þessi grein fái þig til að skipta um skoðun.

Margir sem vilja létta sig eiga það til að setja upp allskyns hindranir. þeir halda að það þurfi flott tæki eða rándýrt kort í ræktina. En, raunveruleikinn er annar og lausnin er svo einföld – allt sem þú þarft er að byrja að ganga!

Til að brenna 500 kaloríum daglega þá þarftu að ganga 10 þúsund skref og já, á hverjum degi.

Höfundur þessarar greinar er einkaþjálfari og er hann ötull við að hvetja fólk til þess byrja að ganga sér til heilsubótar. Að ganga getur lækkað áhættuna á of háum blóðþrýstingi, lækkað kólestról, hefur áhrif á sykursýki og svo við tölum nú ekki um hversu gott það er ef þú ert í átaki.

Það er einfalt að brenna 500 kaloríum á dag með því eingöngu að ganga. Það besta við að ganga er að þú getur gert það hvar sem er – í vinnunni, heima og í skólanum. Að ganga er frábær hreyfing fyrir ófrískar konur, fólk í yfirvigt, fyrir fólk sem þjáist af liðaverkjum, fólk með of háan blóðþrýsting og fyrir eldri borgara.

Til að ná markmiðinu að brenna 500 kaloríum á dag þá þarftu 10 þúsund skref. Sumum finnst það eflaust alveg vonlaust að ná þessu, en það er ekki raunin. Venjuleg manneskja gengur frá 1.000 til 3.000 skref daglega. Og með því að einbeita sér að því að ganga sér til heilsubótar, þá er einfalt að bæta skrefa fjölda upp í 10 þúsund skrefin.

Hafðu þetta í huga: 1,6 km eru um 2000 skref og það tekur um 20 mínútur að ganga rösklega þessa 1,6 km.

Þú þarft að ganga um 8 km til þess að ná þessum 10 þúsund skrefum.

Hér fyrir neðan eru ábendingar sem eiga að hjálpa þér að ná þessu markmiði.

1. Notaðu alltaf skrefamælir

Skrefamælir er tæki sem telur skrefin sem þú tekur. Gott er að vera með app í símanum sem telur skrefin. Eftir hvern dag skaltu skoða skrefamælinn til að sjá hvort þú sért að nálgast markmiðið. Ef skrefin eru ekki eins mörg og þú hélst, þá er það verkefni fyrir næsta dag að gera betur. Farðu út að ganga eftir hádegisverðinn eða kvöldmatinn.

2. Bættu við 300 skrefum á dag

Alls ekki byrja á því að arka af stað til að ná strax 10 þúsund skrefum. Þetta er bara eins og hver önnur æfing. Þú byrjar hóflega og bætir svo í þegar þú finnur hversu gott það er að ganga. Miðaðu við 300 skref á dag en þau mega auðvitað vera fleiri. Haltu dagbók með skrefafjölda hvers dags.

3. Skuldbittu þig til að ganga

Já, það að ganga er auðveld hreyfing, en að ná 10 þúsund skrefum daglega er ekki auðvelt. Þú þarft að vera einbeitt og harka af þér. Settu þér markmið og stattu við það. Farðu daglega út að ganga til að auka skrefafjölda. Þegar þetta er svo komið í vana þá ertu í góðum málum.

4. Gakktu upp og niður brekkur

Að ganga upp brekkur brennir fleiri kaloríum. Ef þú býrð á stað þar sem góðar brekkur eru notaðu þær óspart. Að ganga reglulega upp og niður brekkur styrkir og lengir vöðva í fótleggjum. Að ganga upp stiga/tröppur brennur einnig fleiri kaloríum.

5. Stilltu símann þannig að hann minni þig á að fara út að ganga

Fólk í dag er oft ansi upptekið og það er auðvelt að gleyma gönguferðunum. Stilltu símann eða merktu dagatalið til að minna þig á gönguferðirnar. Farðu og gakktu í nágrenni vinnustaðar, jafnvel þó það sé bara í kringum húsið þar sem þú vinnur, eða upp og niður stigana. Stilltu svo klukku sem minnir þig á að fara út eftir kvöldmatinn að ganga.

6. Gakktu rösklega

Þeim mun hraðar sem þú gengur því fleiri kaloríum ertu að brenna. Þú átt líka að heyra andadráttinn þinn á meðan þú gengur. Gott er að anda inn um nefið og út um munninn. Ef þér finnst þú ekki vera að ná þessu skaltu herða gönguna og mundu líka að nota handleggina vel.

7. Mundu, auka skrefin telja líka

Það eru einföld ráð til að lauma inn auka skrefum daglega:

Ef þú tekur strætó í vinnuna er gott ráð að fara út einni eða tveimur stoppustöðvum áður en kemur að þinni.

Leggðu bílnum í góðri fjarlægð frá vinnu.

Gakktu með krökkunum í skólann.

Taktu tröppurnar í stað lyftunnar.

Farðu í göngutúr með vin eða vinkonu eða út með hundinn.

Gakktu á skrifstofu vinnufélaga frekar en að senda tölvupóst.

Farðu út að ganga í stað þess að setjast niður og horfa á sjónvarpið eða eyða kvöldinu á Facebook.

Ekki ganga alltaf sömu leiðina.

Þetta eru bara fáeinar uppástungur – þú getur alltaf fundir nýjar og skemmtilegar leiðir til að fara út að ganga.

Ekki eyða neinum tíma, byrjaðu í dag !

Og eins og Cary Grant var vanur að segja: “I never take the elevator, I always take the stairs”.

Heimild: mindbodygreen.com