Fara í efni

Fræga liðið í Hollywood elskar Bikram Jóga

Bikram Jóga hefur verið stærsta fegrunar leyndarmál Hollywood árum saman. Fleiri og fleiri frægir einstaklingar hafa rætt um þetta leyndarmál og lofa Bikram Jóga í hástert.
Jóga er afar gott fyrir líkama og sál
Jóga er afar gott fyrir líkama og sál

Bikram Jóga hefur verið stærsta fegrunar leyndarmál Hollywood árum saman. Fleiri og fleiri frægir einstaklingar hafa rætt um þetta leyndarmál og lofa Bikram Jóga í hástert.

Hann heitir Bikram Choudhury sem er stofnandi af þessu geysivinsæla jóga. Hann býr og vinnur í Los Angeles þannig að það er ekkert skrýtið að flestir af hans fylgismönnum og konum séu rík, fræg og falleg.

Hérna eru nokkrar af Hollywood stjörnunum sem stunda Bikram Jóga.

Jennifer Aniston- Hún stundar þetta jóga af krafti og trúir á þann árangur sem það gefur. "Leggirnir á mér eru grennri, handleggirnir á mér eru sterkari. Og ég hef meira að segja lengst um nokkra millimetra. Margir vilja meina að það sé Aniston að þakka að þetta jóga sé svona vinsælt.

Georg Clooney- Hann er einn af þeim sem stundar Bikram jóga. Hann gerir 90 mínútna æfingar í hvert sinn sem hann er í nálægð við Bikram jóga stúdíó, jafnvel þegar hann er á ferðalögum erlendis.

Madonna- Hún er komin á sextugs aldurinn og er enn að sýna grjótharðann líkamann. Madonna hefur verið í Bikram jóga árum saman.

Lady Gaga- Sú alræmdasta af þeim stjörnum sem stunda þessa tegund jóga er Lady Gaga, hún byrjaði að stunda Bikram jóga löngu áður en hún varð fræg. "Jógakennarinn minn hún Tricia hefur alltaf sagt við mig að reyna að taka 15 mínútur á dag í jákvæðar hugsanir um mig sjálfa" Segir Ladyin sjálf.

David Beckham- Hann er afar liðugur og þakkar Bikram jóga fyrir það. Á síðasta ári sagði hann frá því að hann hefði mikla löngun til að spila fótbolta í þó nokkur ár í viðbót og til að geta það myndi hann bæta Bikram jóga inn í æfingarplanið sitt.  Það var Kareem Abdul-Jabbar sem kynnti Beckham fyrir Bikram jóga.

Beyoncé- Þegar fröken B vildi komast í Bikram jóga í friði frá ljósmyndurum og almúganum þá keypti hún bara daginn í jógasalnum og enginn annar komst að.

Ashton Kutcher- Í viðtali við Men's Health magazine sagði Kutcher að hann héldi sér í formi til að lifa af mögulegan heimsendi. Það væri ástæðan fyrir því að hann tæki fjöllin á hlaupum, æfði Krav Maga og það mikilvægasta af öllu, Bikram jóga.

Demi Moore- Hún byrjaði að stunda Bikram jóga þegar fimmtugs aldurinn fór að nálgast. Demi segir að það hjálpi henni að afeitra líkamann. "þú svitnar svo mikið og hratt og öllum í tímanum er sama hvernig þeir eða þær líta út, fólk er bara að reyna að komast í gegnum allar 90 mínúturnar" Sagði Demi Moore.

Jenny McCarthy- Hún elskar Bikram jóga það mikið að  hún lét byggja stúdíó í bakgarðinum hjá sér svo hún ætti auðveldara með að æfa á hverjum deg. Hún þakkar einnig Bikram jóga þau kíló sem hún náði af sér eftir að hún átti barn.

Jim Carrey- Honum líkar afar vel hvað jógað hefur gert fyrir hann.

Carmen Electra- Playboy skvísan Carmen Electra er enn ein glæsipían sem stundar Bikram jóga. Hún fer eftir ströngu æfingarprógrammi frá sínum kennara til að halda sér í formi en einnig er hún mikið inn í andlegu hliðinni sem tengist jóga.

Robbie Williams- Hann þjáist af ofsa kvíða og Bikram jóga hefur hjálpað honum að ná tökum á því.

Matthew McConaughey- Hann er einnig með Bikram jóga dellu.

Meira um Bikram Jóga finnur þú HÉR