Fara í efni

Ertu alltaf að leið í ræktina en ferð svo aldrei - hefur jafnvel keypt kort en aldrei notað?

Ertu að láta allskyns afsakanir stoppa þig?
Það er ekkert að hræðast inná líkamsræktarstöðvum
Það er ekkert að hræðast inná líkamsræktarstöðvum

Ertu að láta allskyns afsakanir stoppa þig?

Ertu að hugsa:

Oh ég er bara of þung til að þora að labba þarna inn.

Ég á engin flott föt til að fara í í ræktina.

Ég hef bara engan tíma í þetta.

Það er svo erfitt að fá pössun.

Ég geri bara æfingar heima þá er enginn ókunnugur að horfa á mig.

Ég botna bara ekkert í öllum þessum tækjum og tólum sem eru á líkamsræktarstöðvunum.

Ég þori ekki að byrja núna, mér finnst það bara vera orðið of seint fyrir mig.

Svona hugsanir hafa eflaust runnið í gegnum huga ansi margra áður en þeir tóku stóra skrefið, byrjuðu að æfa og breyttu algjörlega um lífsstíl.

Svo við á Heilsutorg.is segum við þig lesandi góður „taktu fyrsta skrefið og keyptu þér kort, ekki byrja of geyst, þú þarft ekki tískufatnað til að æfa og styrkja líkamann og allar stöðvar hafa leiðbeinendur sem gera fyrir þig plan varðandi æfingar og mataræði ef þú óskar eftir því og þeir kenna þér einnig á þessi tæki og tól“.

Hér er einnig gott myndband sem vert er að kíkja á ef þú ert eitthvað frosin í sporunum og kemst ekki af stað.