Fara í efni

Ávinningur þess að fara út að ganga fyrir karlmenn sem þjást af getuleysi

Það að ganga er ein besta hreyfing sem hægt er að hugsa sér því hún hentar flest öllum. Að ganga er besta og öruggasta leiðin til að hreyfa sig.
Ávinningur þess að fara reglulega í göngutúra
Ávinningur þess að fara reglulega í göngutúra

Grein eftir Dr. Savitha Suri.

Það að ganga er ein besta hreyfing sem hægt er að hugsa sér því hún hentar flest öllum. Að ganga er besta og öruggasta leiðin til að hreyfa sig.

Hippocrates sagði “Walking is man´s best medicine”.

Karlmenn sem þjást af getuleysi geta notið ávinnings þess að ganga. Gönguferðir geta nefnilega dregið úr notkun á Viagra.

Hérna eru nokkrar staðreyndir sem að útskýra kosti þess að ganga og hvernig það að ganga getur hjálpað getuleysi. Stress, sykursýki 2, þunglyndi, offita, hækkun á kólestróli og fleira orsaka getuleysi (erectile dysfunction) hjá karlmönnun. Og lág kynhvöt orksakast af nákvæmlega sömu ástæðum.

Stress: Að ganga hefur þann magnaða eiginlega að róa taugnarnar og draga úr stressi. Að ganga losar um efni í heila sem að heitir endorfín, en endorfín dregur úr verkjum og örvar slökun.

Sykursýki 2: Að ganga í 150 mínútur á viku getur dregið úr hættunni á að fá sykursýki 2 um 60%. Rannsóknir hafa sýnt það að ganga kemur reglu á glúkósa í blóðinu, eykur viðkvæmni líkamans í tengslum við insulin og brennir líkamsfitu.

Þunglyndi: Að ganga í 30 mínútur á dag dregur úr einkennum þunglyndis. Heilinn fer að framleiða meira af Serotonin en það er efnið sem að er tengt við þunglyndi. Gönguferðir auka á líkamlega og andlega vellíðan og auka serotonin magnið í heila.

Offita: Að ganga er frábær hreyfing sem brennir kaloríum og leggur sitt af mörkum til að léttast. Að ganga 1.km á dag bætir blóðflæðið og brennir kaloríum. Gönguferðir hjálpa þér að halda í rétta þyngd eftir að þú hefur farið í gegnum mikið þyngdartap. Að ganga reglulega heldur þér í þinni kjörþyngd.

Hækkun á kólestróli: Þegar það verður aukning á kólestróli að þá herðist fita í æðum á æxlunarfærum karlmanna og dregur þar af leiðandi úr blóðflæði til þeirra.

Að ganga styrkir hjartað. Og þetta tvennt saman eykur blóðflæði til æxlunarfæra karlmanna og eykur sæðismagn og hreyfanleika sæðisfruma.

Að ganga styrkir mjaðmavöðva og það hjálpar til við ótímabært sáðlát. Í ofanálag við allt sem áður er upptalið að þá getur það að ganga á hverjum degi hægt á ótímabærri öldrun. Og einnig hafa göngur jákvæð áhrif á aldurstengda sjúkdóma.

Að fara í gönguferðir styrkir vöðva og eykur á þol. Regulegir göngutúrar gera bein og liðabót heilbrigðari.

Fagfólk í heilsugeiranum er sammála um það að ganga eflir hreysti og starfsemi líkamans.

Heimildir: boloji.com