Fara í efni

Skokkhópur Almenningsíþróttadeildar Víkings

Hlaupahópa kynning
Hlaupahópur Víkings
Hlaupahópur Víkings

Þjálfari/Þjálfarar: Bjarney Gunnarsdóttir íþróttafræðingur og Jón Arnar Magnússon íþróttakennari og kírópraktor.

Hvaðan hleypur hópurinn: Frá Víkingsheimilinu, Traðarlandi 1 – 108 Reykjavík.

Hvaða daga og kl. hvað: Mánudaga (skokkæfing) og miðvikudaga (skokk og styrktaræfing) kl. 18:00 og laugardaga kl. 9:00

Er hópurinn fyrir byrjendur og lengra komna: Já, vel er tekið á móti öllum sem hafa áhuga. Æfingar og æfingaáætlanir eru sniðnar að þörfum mismunandi einstaklinga. Iðkendur hópsins eru af öllum gerðum og ættu allir að geta fundið sér skokkfélaga á sínu róli.

Er hópurinn virkur í að taka þátt í hlaupatengdum viðburðum hérlendis og erlendis: Iðkendur skokkhópsins taka reglulega þátt í flestum almenningshlaupum hérlendis. Nú í október heldur stór hluti hópsins út til Amsterdam og tekur þátt í Amsterdam maraþoninu þar sem boðið er upp á hlaupavegalengdirnar 8km, 21km eða 42km. Einstaklingar úr hópnum hafa tekið þátt í öðrum erlendum almenningshlaupum á eigin vegum.

Heldur hópurinn sín/sitt eigin/eigið hlaup: Já, skokkhópurinn sér um og skipuleggur Fossvogshlaupið sem haldið verður þann 29. ágúst 2013. Þetta er í þriðja skiptið sem hlaupið verður haldið en undanfarin tvö ár hafa um 300 manns tekið þátt. Einnig skipuleggur hópurinn Afmælishlaup Víkings sem haldið er ár hvert á Sumardaginn fyrsta.

Er félagslíf hjá hópnum utan við venjulegar hlaupaæfingar og hvað þá helst: Stjórn deildarinnar skipuleggur reglulega ýmsa viðburði eins og kaffihúsahitting, fræðslukvöld og kynningarkvöld á íþróttafatnaði. Einnig er sérstök árshátíðarnefnd sem skipuleggur árshátíð hópsins. Í tengslum við almenningshlaupin hittist hópurinn oft fyrir og/eða eftir hlaup.

Heldur hópurinn úti vefsíðu og hver er slóðin: Upplýsingar um skokkhóp Víkings má finna á http://vikingur.is/index.php/almennings

Einnig má finna síðu um Almenningsíþróttadeild Víkings á fésbókinni