Fara í efni

Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda fer fram laugardaginn 10.maí

Laugardaginn 10. maí er tilvalið fyrir fjölskylduna að taka daginn snemma. Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda fer þá fram við Þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík.
Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda
Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda

Laugardaginn 10. maí er tilvalið fyrir fjölskylduna að taka daginn snemma. Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda fer þá fram við Þvottalaugarnar í Laugardalnum í Reykjavík.

Krakkar og foreldrar hlaupa saman hring um grasflatir Laugardalsins. Ekkert kostar að taka þátt, allir hlauparar fá skjal og grænmetisglaðning að hlaupi loknu.

Mæting 9:30 við Þvottalaugarnar á laugardagsmorgun. 

Síðar um morguninn fer fram Víðavangshlaup Íslands. Þar munu fremstu hlauparar landsins hlaupa sömu braut og börn og foreldrar, en fleiri hringi og líklega heldur hraðar. 

Takið daginn snemma þann 10.maí n.k og hlaupið fjölskylduhlaup.