Fara í efni

Ekki láta veturinn stoppa þig í útihlaupum

Kaldir dagar? Það á ekki að vera vandamál. Fylgir þú þessum ráðleggingum er alveg óhætt að fara út að hlaupa í kulda og snjó.
Það er afar hressandi að hlaupa úti á veturna
Það er afar hressandi að hlaupa úti á veturna

Kaldir dagar? Það á ekki að vera vandamál. Fylgir þú þessum ráðleggingum er alveg óhætt að fara út að hlaupa í kulda og snjó.

Viðbúin, tilbúin, afstað!

Við þekkjum það hér á okkar fagra Íslandi að veðrið getur breyst á örskotsstundu. Það rignir kannski fyrir hádegi en er svo komið frost og snjókoma eftir hádegi. Það er samt enginn ástæða til þess að leggjast í þunglyndi afþví þú heldur að hlaupin þurfi að bíða fram á næsta vor. Og afsakanir eins og, það er of kalt, það er of dimmt eða það er svo hált viljum við ekki heyra.

Ef þú vilt ekki þurfa að nota blessað hlaupabrettið í vetur, kíktu þá á góð ráð sem mælt er með að fara eftir þegar um útihlaup á veturna er að ræða.

Muna að vera áberandi.

Hin gullna regla ef þú fer út að hlaupa í skammdeginu eða þegar dimmt er orðið er að sjást. Vertu með endurskinsmerki og hafðu það stórt og áberandi.

Klæða sig vel.

Vertu í hlýjum fatnaði undir hlaupa fötunum og helst í vind og vatnsheldum jakka.

Drekktu vökva alveg eins og þú myndir gera yfir sumartímann.

Kemur kannski á óvart en að drekka vökva á hlaupum í köldu veðri er jafn mikilvægt og það væri heitur sumar dagur. Þó þú svitnir ekki næstum eins mikið að þá ertu samt að tapa vökva.

Vetrar hlaupaskór.

Allt sem gert er úr Gore-Tex heldur fótunum þurrum allan veturinn.

Upphitun er afar mikilvæg.

Kuldinn gerir það að verkum að vöðvar og liðamót eru ekki eins sveigjanleg eins og á sumrin og þá er frekari hætta á meiðslum. Taktu rosalega góða upphitun fyrir hlaup í kulda.

Lestu frekari fróðleik um hlaup yfir vetrartímann HÉR.  

 

Fyrirsagnir frétta

Í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D-vítamíninu

Í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D-vítamíninuD-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og líkamlegan þroska barna, ekki eingöngu til að bæta beinheilsu heldur einnig vegna áhrifa þess á aðra starfsemi líkamans t.d. ónæmiskerfið. Hvet ykkur til að tak…

Fyrirsagnir frétta

Í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D-vítamíninu

Í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D-vítamíninuD-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og líkamlegan þroska barna, ekki eingöngu til að bæta beinheilsu heldur einnig vegna áhrifa þess á aðra starfsemi líkamans t.d. ónæmiskerfið. Hvet ykkur til að tak…