Fara í efni

Aníta Hinriksdóttir kjörin vonarstjarna ársins 2013

Verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, í Tallinn í Eistlandi.
Anita Hrinriksdóttir vonarstjarna 2013
Anita Hrinriksdóttir vonarstjarna 2013

Verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, í Tallinn í Eistlandi.

Aníta vakti mikla athygli í sumar fyrir Heims- og Evrópumeistaratitil sinn í unglingaflokki. Hún sigraði eins og kunnugt er bæði á HM 17 ára og yngri í Donetsk og EM 19 ára og yngri með sex daga millibili í júlí í sumar. Samtals hljóp hún 5 hlaup á þeim 10 dögum sem þessi tvö stórmót stóðu yfir. Hún sýndi mikið sjálfstraust og öryggi á mótunum og bætti hún Íslandsmetið í tvígang.  Hún hljóp þá best á tímanum 2:00,49 mín., sem er næst besti árangur í þessari grein í ár hjá 17 ára stúlkum.  Aníta á nú 8. besta árangur í sínum aldursflokki frá upphafi í greininni og er hún í 44. sæti á heimslista fullorðinna í ár.

Þetta er mikill heiður fyrir Anítu og íslenskar frjálsíþróttir en valið fór fram með fernum hætti. Fyrst var kosið á Facebook og tóku 16.000 manns þátt í því kjöri. Þá voru vegin atkvæði 54 aðildarsambanda frjálsíþróttasambands Evrópu og íþróttafréttamanna í Evrópu og nefnd sérfræðingar. Hlutur þessara fjögurra var jafn og eins og áður segir hlaut Aníta kjörið vonarstjarna 2013 eða "The rising star"

Árangur Anítu í 800m á árið 2013 setur hana í 2. sætið yfir besta afrek 17 ár stúlku í heiminum, í 8. sæti yfir besta afrekið í 17 ára aldursflokknum frá upphafi og í 44. sæti í heiminum í flokki fullorðinna í 800m. Tími hennar 2:00.49 mín er núgildandi Íslandsmet og gífurlega góður árangur