Fara í efni

Aníta Hinriksdóttir keppir á HM í dag

Stóra stundin er að renna upp og HM unglinga hefst í dag
Aníta klár í HM slaginn
Aníta klár í HM slaginn

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni á HM í dag, þriðjudag, en 800m undanrásirnar hefjast kl. 12:30 að staðartíma sem er 19:30 að íslenskum tíma. Aníta er með annan besta tíma keppenda en hún á best 2:00.49 mínútur og hleypur hún í fyrst riðli af fjórum en 32 keppendur eru skráðir til leiks. Besta tímann á kúbverska stúlkan Sahily Diago 1:57.74 mín. Þriðja besta tímann á stúlka frá Eþíópíu Zeyituna Mohammed 2:01,55 mín og fjórða besta á ástralska stúlkan Georgia Wassall 2:01,78 mín.

 Þetta verður gríðarlega spennandi keppni og mikil frjálsíþróttaveisla sem bíður okkar næstu daga en Ísland sendir 5 keppendur á mótið. Tveir ÍR-ingar eru meðal keppenda en Hilmar Örn Jónsson sleggjukastara keppir á fimmtudag um kl. 19:00 að íslenskum tíma. Hilmar hefur kastað 6 kg sleggjunni lengst 75,67 m sem er 10. besti árangur hinna 32 keppenda sem náð hafa lágmarki á mótið. 12 komast áfram í úrslit sem verða daginn eftir, en að íslenkum tíma er það 01 eftir miðnætti þann 26. júlí.   Hægt verður að fylgjast með mótinu hér http://www.iaaf.org/competitions/iaaf-world-junior-championships einnig hér http://live.usatf.tv.s3-website