Fara í efni

Litir og heimilið

"Home is where the heart is" heyrir maður iðulega í bíómyndum. En ekkert hús er heimili án fjölskyldu.
Leikið með liti
Leikið með liti

"Home is where the heart is" heyrir maður iðulega í bíómyndum.  En ekkert hús er heimili án fjölskyldu.

Hver og einn hefur sinn smekk á því í hvaða lit mála á veggi heimilisins en sumir litir eru einfaldlega betri en aðrir og hvert herbergi á að hafa sinn eigin lit til að bæta vellíðan einstaklings eða fjölskyldunnar sem þar býr.

Það er ekki fyrir alla að mála í litum en fyrir ykkur sem kunnið að meta fallega liti á herbergjum heimilisins þá eru hérna nokkrar flottar tillögur sem eiga einnig að bæta andrúmsloftið á heimilinu og vellíðan heimilisfólks.

Litir fyrir stofuna og andyrið.

Hlýjir tónar eins og rauðir, gulir og jafn vel appelsínugulur ásamt jarðarlitum eins og brúnir tónar og beige eru afar góðir á stofuna og það opna svæði innan íbúðar sem tengist henni. Þessir litir eru sagðir hafa góð áhrif á samræður fólks.  Þeir eiga að fá fólk til að langa að fá sér sæti og spjalla. Það er alltaf gott að sitja í hlýlegu umhverfi.

Litir fyrir eldhús.

Það er sagt að ef þú átt góðar minningar úr því eldhúsi þar sem þú ólst upp að þá ættir þú að mála þitt eldhús í sama lit. Ef t.d það var blátt og hvítt og þú tengir skemmtilegar stundir við þessa liti frá því þú varst barn þá ekki hika við að nota þá á þitt eldhús.

Borðstofan.

Þar sem rauður er örvandi litur þá er hann tilvalin á veggi borðstofunnar. Ásamt því að örva samræður þá er rauð borðstofa afar boðleg á öll heimili. Fólk tekur hressilega til matar síns ásamt því að ræða málin. Einnig getur hann haft þau áhrif að matargestir þínir telja þig enn betri kokk en þú kannski ert.

Litir á svefnherbergi.

Svefnherbergin eiga að vera máluð í frekar köldum litum. Talað er um bláa tóna, grænan og fjólubláan eða Lavender. Þessir litir eru taldir hafa róandi áhrif.

Baðherbergið.

Hvítir tónar og hlýjir litir hafa alltaf verið vinsælir á baðherbergi. Aðallega vegna þess að þeir eru bjartir og tengja hugan okkar við hreinlæti. Í dag eru baðherbergi ekki endilega eingöngu notuð bara til að fara á klósettið eða í sturtu heldur eru þau oft á tíðum innréttuð með stórum baðkerum og notuð til að geta lokað að sér og leggjast í heitt slakandi bað. Ef svo er á þínu heimili þá eru litir í bláum og grænum tónum hentugastir.

Ertu með skrifstofu á þínu heimili?

Til að koma sem mestu í verk á þinni heima skrifstofu skelltu þá grænum á alla veggi.

Fleiri fróðlegar upplýsingar um litaval innan veggja heimilisins má svo lesa HÉR