Fara í efni

Fróðleiksmoli dagsins er í boði Ediks - ertu með skötu á þorláksmessu?

Nú fer Þorláksmessa að bresta á með tilheyrandi skötulykt út úr næstum hverju húsi.
Það er ekki öllum sem líkar sterk lykt skötunnar!
Það er ekki öllum sem líkar sterk lykt skötunnar!

Nú fer Þorláksmessa að bresta á með tilheyrandi skötulykt úr næstum hverju húsi.

Ég er alls ekki hrifin af þessari lykt svo ég tali nú ekki um að "menga" heilan stigagang  í fjölbýli á meðan nágranninn er að elda skötuna sína.

Hérna er ég með alveg snilldar ráð til að losna við þessa lykt á ódýran og afar einfaldan hátt.

Þið sem eldið skötu, takið eftir!

Taktu Borðedik, oft kallað glært edik en það er lífrænt þ.e þynnt ediksýra. Settu borðedik í skál og látið standa á eða nálægt ofni. Þú getur útbúið fleiri en eina skál og dreyft um íbúðina eða húsið hjá þér.

Þetta dregur í sig ólykt.

Einnig ef það er vond lykt af skurðarbrettum hjá ykkur þá má skrúbba þau upp úr ediki og muna að skola afar vel á eftir.

Fróðleikur í boði Heilsutorg.is