Fara í efni

Frábær náttúruleg aðferð til að fá hreina og vel lyktandi rúmdýnu

Við eyðum drjúgum tíma af lífi okkar í rúminu og því ekkert skrýtið að rúmdýnan verði óhrein.
Frábær náttúruleg aðferð til að fá hreina og vel lyktandi rúmdýnu

Við eyðum drjúgum tíma af lífi okkar í rúminu og því ekkert skrýtið að rúmdýnan verði óhrein.

Hér er frábært ráð til að lífga upp á dýnuna og hreinsa hana svo hún ilmi vel og verði hrein og fín.

Og auðvitað er þessi aðferð bæði náttúruleg og einföld – alveg eins og við viljum hafa það!

Það sem þú þarft

450 gr matarsóda

Ilmkjarnaolíu (með ilm að eigin vali)

Ryksugu

Og svona gerirðu þetta

Byrjaðu á því að snúa dýnunni við. En það er ágætt að hafa það sem reglu að snúa rúmdýnunni við á hálfs árs fresti – bæði vegna hreinlætis og líftíma hennar.

Settu matarsódann í lokað box og bættu tíu til tuttugu dropum af ilmkjarnaolíu út í hann. Hristu þetta vel saman.

Taktu síðan blönduna og dreifðu henni allri yfir dýnuna. Notaðu hendurnar til að nudda þessu í hana og gættu þess að nudda þessu vel ofan í dýnuna.

Láttu þetta svo liggja á dýnunni, og gera sitt, í að minnsta kosti klukkutíma.

Að þeim tíma liðnum er dýnan ryksuguð vel. Best er að vinna þetta skipulega og taka t.d. eina rönd í einu til að ná blöndunni vel upp.

Svo er bara njóta þess að sofa á hreinni og vel lyktandi dýnu. . . LESA MEIRA