DIY – Poppađu upp jólakúlurnar

Svo dásamleg jólakúla
Svo dásamleg jólakúla

Töff ađ poppa upp gamlar og ţreyttar jólakúlur.

Ţađ er fátt skemmtilegra en ađ föndra í desember og hérna koma leiđbeiningar af ofureinföldum en flottum jólakúlum. 

Svo setur ţú ţitt tvist á ţetta og útkoman verđur frábćr og ţinn still skín í gegn. 

Ţađ er hćgt ađ fá ódýrar kúlur t.d. í Rúmfatalagernum, Ikea og víđar.

h

Bling kúlan

Í bling kúluna hér ađ ofan ţarft ţú einhvers konar steinaskraut og lím eđa límbyssu.  Ţađ er allt og sumt.  Passađu bara ađ límiđ sullist ekki út fyrir og EKKI brenna ţig á límbyssunni!

h

Málađa kúlan

Ţessi er ćđisleg. Ţú notar bara akrýlmálningu og fína pensla og leyfir hugmyndafluginu ađ ráđa.  Akrýlmálningu finnur ţú t.d. í Söstrene Grene eđa Föndru á Dalveginum og svo leynist nú oft hvít innimálning bara í geymslunni.  Spurđu foreldra og athugađu hvort ekki séu til málningarafgangar.

h

Glimmerkúlurnar

Ţessar eru ćđislegar. Hérna er betra ađ nota lím frekar en límbyssu ţar sem límbyssulímiđ harđnar svo fljótt.  Settu lím utan um kúluna eins og á fyrri myndinni og dreifđu ţví međ t.d. tannstöngli svo ţađ sé jafnt.  Svo hellir ţú glimmeri yfir og hengir hana upp á međan límiđ ţornar.

Stafinn getur ţú teiknađ međ límtúpunni og lagađ til međ tannstöngli. Síđan hellir ţú glimmeri yfir á sama hátt.  Ţađ er ágćtt ađ hafa box undir til ađ taka viđ aukaglimmeri svo ţađ fari ekki til spillis.

h

Skrautkúlan

Hérna sameinum viđ jólaskraut og ţađ getur í raun ýmislegt jólalegt fariđ framan á einfalda kúlu.  Pappírsskraut hvers konar, frostrósir, snjókorn, snjókarlar, jólatré eđa hvađ sem ţú finnur í jólakassanum og mátt nota. Svo er ýmislegt ódýrt alltaf ađ finna í verslunum sem gaman er ađ nota.  Ţú notar bara hugmyndaflugiđ, límbyssu og límir skrautiđ á og setur jafnvel smá bling međ og bindur borđa.

 


Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré