Fara í efni

DIY – Poppaðu upp jólakúlurnar

Skemmtilegar upp poppaðar jólakúlur.
Svo dásamleg jólakúla
Svo dásamleg jólakúla

Töff að poppa upp gamlar og þreyttar jólakúlur.

Það er fátt skemmtilegra en að föndra í desember og hérna koma leiðbeiningar af ofureinföldum en flottum jólakúlum. 

Svo setur þú þitt tvist á þetta og útkoman verður frábær og þinn still skín í gegn. 

Það er hægt að fá ódýrar kúlur t.d. í Rúmfatalagernum, Ikea og víðar.

h

Bling kúlan

Í bling kúluna hér að ofan þarft þú einhvers konar steinaskraut og lím eða límbyssu.  Það er allt og sumt.  Passaðu bara að límið sullist ekki út fyrir og EKKI brenna þig á límbyssunni!

h

Málaða kúlan

Þessi er æðisleg. Þú notar bara akrýlmálningu og fína pensla og leyfir hugmyndafluginu að ráða.  Akrýlmálningu finnur þú t.d. í Söstrene Grene eða Föndru á Dalveginum og svo leynist nú oft hvít innimálning bara í geymslunni.  Spurðu foreldra og athugaðu hvort ekki séu til málningarafgangar.

h

Glimmerkúlurnar

Þessar eru æðislegar. Hérna er betra að nota lím frekar en límbyssu þar sem límbyssulímið harðnar svo fljótt.  Settu lím utan um kúluna eins og á fyrri myndinni og dreifðu því með t.d. tannstöngli svo það sé jafnt.  Svo hellir þú glimmeri yfir og hengir hana upp á meðan límið þornar.

Stafinn getur þú teiknað með límtúpunni og lagað til með tannstöngli. Síðan hellir þú glimmeri yfir á sama hátt.  Það er ágætt að hafa box undir til að taka við aukaglimmeri svo það fari ekki til spillis.

h

Skrautkúlan

Hérna sameinum við jólaskraut og það getur í raun ýmislegt jólalegt farið framan á einfalda kúlu.  Pappírsskraut hvers konar, frostrósir, snjókorn, snjókarlar, jólatré eða hvað sem þú finnur í jólakassanum og mátt nota. Svo er ýmislegt ódýrt alltaf að finna í verslunum sem gaman er að nota.  Þú notar bara hugmyndaflugið, límbyssu og límir skrautið á og setur jafnvel smá bling með og bindur borða.