Fara í efni

DIY – Endurnýtum gos plastflöskur

Ég rakst á þetta auglýsingamyndband frá framleiðanda Coca Cola í Víetnam. Þar er spurningu varpað fram: Hvað ef við myndum ekki henda plastflöskunni!
Já hvað ef ?
Já hvað ef ?

Ég rakst á þetta auglýsingamyndband frá framleiðanda Coca Cola í Víetnam. 

Þar er spurningu varpað fram: Hvað ef við myndum ekki henda plastflöskunni!

Þegar ég flutti hingað til Suður Asíu tók ég strax eftir að það voru skilti út um allt sem vísuðu í „Go Green“ og fólk hvatt til flokkunar á heimilissorpi.  Ég sjálf, byrjaði að setja dósir og flöskur í stórann ruslapoka ( reyndar í nokkra poka) þar til að ég komst að því að herramennirnir sem koma hér og hirða sorpið hjá mér taka þetta bara og þetta fer allt á sama stað, á HAUGANNA!  Eins sorglegt og það er nú, að búa á fallegri eyju sem ekkert nema regnskógur þá liggja plastflöskur hér eins og hráviður útum allt við götukantana.

Ég held að ég taki mig til og sýni þeim þetta sniðuga myndband frá nágranna okkar í Víetnam. Hugmyndirnar sem koma fram á þessu myndbandi eru stórsniðugar t.d fyrir skóla og leikskóla.  Ætla sjálf að nýta mér hugmyndina með sjampóflöskuna, í staðinn fyrir að vera hlaupa með stóra brúsann á milli baðherbergja hérna heima hjá mér.

hh

Setja málningu í flöskuna er stórsniðugt bæði fyrir skóla og heimili.

kk

Þarf að hrinda þessari hugmynd strax í gang, slepp við að hlaupa með fullt yddaraboxið í ruslið áður en drengirnir mínir ná að opna það yfir skólabækur og borð.  Flaskan getur tekið við nokkrum blýöntum sýnist mér.

kk

Þetta er stórsniðug hugmynd fyrir þá sem láta ekki sjá sig í ræktinni.  Geri nú ráð fyrir að það sé betra að vigta flöskurnar svo að það sé jafnt í þeim.

Ást og friður frá Brunei,

Karólína

Mundu eftir okkur á Facebook og Instagram

#heilsutorg #heimaerbest