Fara í efni

20 fallega skreyttar stofur fyrir jólin

Það er alveg hægt að skreyta yfir sig þessa dagana, snjór yfir öllu, ekkert ferðafæri og kuldinn bítur í tærnar.
Yndislega fallega skreyttar stofur
Yndislega fallega skreyttar stofur

20 fallega skreyttar stofur fyrir jólin

Það er alveg hægt að skreyta yfir sig þessa dagana, snjór yfir öllu, ekkert ferðafæri og kuldinn bítur í tærnar.

Þegar þú ert að skreyta hjá þér og þá reikna ég með að þú sért að gera stofuna klára, þar sem allir eru vanir að koma saman og hafa það gott með fjölskyldunni svona að öllu að jafnan. 

Oft borgar sig ekki að hafa skreytingar of miklar og þungar að sjá við innkomu. Ef þú býrð svo vel að hafa arin þá mæli ég með að þú byrjir á að skreyta hann. Hann grípur alltaf augað fyrst ekki satt?  Jólasokkur er ómissandi og falleg kerti á arin, jafnvel hangandi fallegar jólakúlur og greni.

En jólatréð er ávallt mið- punkturinn fyrir okkur hin sem hafa ekki arin,  notaðu hugmyndarflugið fyrir jólasokkinn t.d gluggakistu eða bókahillu. Hafðu það á bakvið eyrað þegar þú skreytir að þú ætlar að kúra þarna undir teppi yfir hátíðirnar með heitt kakó og þínum ástvinum svo ekki fara yfir um í skreytingum. 

Hérna eru fallegar skreytingar frá nokkrum heimilum sem ég fann á netinu, margar ólíkar því sem eigum að venjast en það má alltaf tína hugmyndir hér og þar og gera að sínu.

hh

j

jj

Þó klassískt rautt og grænt þema hafi verið allsráðandi í gegnum árin er ekkert sem kemur í veg fyrir að blanda svörtu, hvítu og gulli ásamt þessu gráa tón sem einkennir þessa stofu.

j

ss

Klassísk hvít stofa þarf oft ekki mikið til að jólaskreyta. Nokkrir fallegir rauðir jólahlutir og stofan er tilbúin.

k

j

j

j

Notaðu hillurnar næst jólatrénu og dragðu litaþema trésins á jólapakkana sem þú getur síðan notað sem fallegt skraut til 24. desember.

k

k

p

p

Ef þú ert ekki mikið fyrir rautt jólaglingur þá er þetta mjög góð hugmynd fyrir þig,  Falleg hvít jólarós, grænir borðar og nokkrar seríur segja allt sem þarf að segja um jólagleðina á  þessu heimili.

pp

„Metal“ litur einkennir þetta heimili og hér er hvíti liturinn notaður sem jólaskraut.  Kalt en á sama tíma heillandi.

p

Hlutlaust og fallegt, minnir pínu á skreytingu í Ikea en fallegt að engu síður.

p

p

p

l

hh

Þetta er æði, væri alveg til í að reyna útfær þessa hugmynd fyrir næstu jól.  Strákarnir í þessu myndbandi láta þetta líta ansi auðveldlega út. 

Ást og friður,

Karólína

#heilsutorg og #heimaerbest