Fara í efni

Nýtt Evrópumet unglinga.

Aníta Hinriksdóttir í 5. sæti á EM
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir

Aníta Hinriksdóttir í 5. sæti á EM í Prag og nýtt Evrópumet unglinga.

Aníta Hinriksdóttir keppti með góðum árangir í 800m hlaupi á EM sem fram fór í Prag 6. - 8. mars. Hún varð í 5. sæti í úrslitahlaupinu sem er glæsilegur árangur í keppni fullorðinna en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemst í úrslit á slíku stórmóti. Aníta hafði áður hlaupið tvö hlaup, dag eftir dag og setti nýtt Íslands- og Evrópumet unglinga, 2:00,56 mín í fyrsta hlaupinu. Aníta hljóp glæsilega í öllum þremur hlaupunum; 2:00,56 mín, 2:02,31 mín og í úrslitunum 2:02.74 mín. Taktíkin í síðast hlaupinu var nokkuð frábrugðin hinum tveimur en þar leiddi Aníta. Úrslitahlaupið var heldur rólegra framanaf en svo var endaspretturinn geysihraður en sú taktík hentar Anítu síður en hröð byrjun. Mikil og góð reynsla sem Aníta og Gunnar Páll þjálfari hennaröðluðust á þessu móti og hreint glæsilegur árangur í alla staði.