Fara í efni

Hollvinir Framfara

Hollvinir Framfara

Í upphafi voru hollvinirnir 32, fóru upp í 70 árið 2006 en eru nú um 40 talsins. Því þarf að gera átak í því að fá áhugasama hlaupara til að styrkja félagið um einhverja smávægilega upphæð því þó mánaðarleg framlög séu ekki há þá safnast er saman kemur og það munar um hvern og einn. Flestir eru að leggja inn 300-600 kr á mánuði en nokkrir greiða hærri upphæðir.

Til að Framfarir geti haldið áfram að framfylgja stefnu sinni þarf að fjölga í hópi hollvina og er það í stöðugri vinnslu. Einnig hefur félagið gengið til samstarfs við Frjálsíþróttasamband Íslands og Heilsutorg.is í þeim efnum. Munu Framfarir fá stað á vefsíðunni Heilsutorg.is og verður það mikil lyftistöng fyrir félagið.

Til að gerast hollvinur Framfara er hægt að hafa samband við Rakel Gylfadóttur í síma 863-3130 eða í netfangið  thorunnrakel(hja)gmail.com sem gefur upplýsingar um reikningsnúmer sem leggja má inn á. Hægt er að velja um ýmsar leiðir í gegnum banka og heimabanka, greiðslukortafyrirtæki, mánaðarlegar greiðslur eða árlegar. Upphæðin sem flestir eru að greiða er á bilinu 300-600 kr á mánuði eins og áður segir en einnig er hægt að reiða fram frjáls framlög.