Fara í efni

Bakhjarlar Framfara

Framfarir hafa notið stuðnings nokkurra aðila í gengum tíðina
Newton Skór
Newton Skór

Framfarir hafa notið stuðnings nokkurra aðila því öll styrktarstarfsemi sem þessi kostar meira en hægt er að afla með mánaðarlegum framlögum styrktarfélaga einum saman.

Í upphafi styrkti Búnaðarbankinn og Sportís hf félagið. Daníel Smári Guðmundsson tók við sem styrktaraðili með fyrirtæki sitt, Afreksvörur sem flytur inn Newton hlaupaskó og hefur hann verið mjög örlátur í alla staði, bæði veitt verðlaun fyrir víðavangshlaupaseríu Framfara og einnig glatt þá sem annars hefðu ekki hlotið nein verðlaun.

Gunnar Páll Jóakimsson (GPJ ráðgjöf) hefur einnig verið örlátur á hlaupadagbækur sínar og aðrar bækur enda eiga þær brýnt erindi til þessa hóps. Auk þess hafa Helga Þórðardóttir móðir mikilla hlaupara, Laugar heilsurækt, Salatbarinn, ÍTR, Vífilfell, Nathan & Olsen, Asics umboðið, BROS vörur, New York Maraþon, Heilsutorg.is og einstaklingar stutt félagið með peningum, viðurkenningum og öðrum verðlaunum í gegnum tíðina.

Actavis gekk í raðir styrktaraðila Framfara haustið 2011 og stóð meðal annars straum af prentun á númerum og útdráttarverlaun fyrir yngstu kynslóðina.

Ef þú vilt verða styrktaraðili FRAMFARA hafðu þá samband við Fríðu Rún frida@heilsutorg.is