Fara í efni

Viltu fallega húð?

Matur sem viðheldur húðinni ungri og fallegri.
Hrein og falleg húð
Hrein og falleg húð

Matur sem viðheldur húðinni ungri og fallegri.

Ef þú borðar eftirfarandi ávexti og grænmeti þá ertu í góðum málum.

Gulrætur, ferskjur og apríkósur.

Appelsínugulir ávextir og grænmeti eru troðfull af A - vítamíni sem getur komið í veg fyrir þurra húð, húð sem flagnar og það hjálpar líka við að draga úr hrukkum og grunnum línum.

Tómatar.

Mataræði ríkt af Tómötum er rosalega gott fyrir húðina. Tómatar eru fullir af andoxunarefni sem kallast lycopene og það kemur í veg fyrir að húðin skemmist af UV geislum um allt að 30%.

Ólífur og ólífu olía.

Þessar suðrænu dásemdir eru einnig fullar af andoxunarefnum og stútfullar af E vítamíni. E vítamín hjálpar til við að halda réttum raka í húðinni.

Kirsuber, Granatepli og bláber.

Rannsóknir sína að andoxunarefnin í þessum ávöxtum geti aðstoðað húðina ef hún hefur orðið fyrir kollagen tapi. Þeir hjálpa líka til við að vinna úr hrukkum og eru afar rík í C - vítamíni sem er nauðsynlegt til að húðin haldist ungleg.

Ef þú vilt lesa frekar um fallega húð og hvað þú getur gert til að halda henni þannig þá eru fleiri upplýsingar HÉR