Fara í efni

Þessar ávaxtategundir bæta ástand húðarinnar og draga úr hrukkum

Þessar ávaxtategundir bæta ástand húðarinnar og draga úr hrukkum

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand húðarinnar. Með því að gæta þess að borða réttu fæðutegundirnar má vernda og bæta húðina innan frá.

Ekki er nóg að eiga og nota góð og fín krem því þótt þau geti verið góð gera þau ekki það sama og fæðan getur gert.

Þessir sjö ávextir hér að neðan eiga það allir sameiginlegt að þeir hjálpa til við að gera húðina stinnari og auka kollagen framleiðsluna.

Viljir þú bæta ástand húðarinnar er ekki úr vegi að gæta þess að fá nóg af þessum ávöxtum.

Sjö ávextir sem bæta ástand húðarinnar og draga úr hrukkum

1. Bláber

Efni sem kallast anthocyanins, og er það sem gefur bláberjunum þennan fallega bláa lit, verndar húðina gegn slæmum utanaðkomandi áhrifum og kemur í veg fyrir skemmdir á kollageni.

Bláber eru líka stútfull af efnum sem geta haldið húðkrabbameini í burtu.

2. Epli

Eitt epli á dag heldur hrukkunum og lækninum í burtu er gjarnan sagt. Epli eru bæði trefjarík og full af andoxunarefnum sem hvoru tveggja hjálpar upp á teygjanleika húðarinnar.

Þá eru þau rík af efnablöndu sem gerir bæði húðina og tennurnar bjartari.

3. Vatnsmelónur

Efni í vatnsmelónum vernda húðina gegn útfjólubláum geislum og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Þá örvar þessi ljúffengi ávöxtur einnig . . . LESA MEIRA