Fara í efni

Það ætti ekki að vera feimnismál að fá sér hárkollu

Hárkollugerðin er fyrirtæki í Grafarvogi í Reykjavík, sem selur hárkollur og höfuðföt fyrir þá sem einhverra hluta vegna hafa misst hárið. Það eru Kolfinna Knútsdóttir og Sigurður Pálsson sem reka Hárkollugerðina, en Kolfinna starfaði um árabil við förðun og hárkollugerð í Þjóðleikhúsinu.
Það ætti ekki að vera feimnismál að fá sér hárkollu

Hárkollugerðin er fyrirtæki í Grafarvogi í Reykjavík, sem selur hárkollur og höfuðföt fyrir þá sem einhverra hluta vegna hafa misst hárið.

Það eru Kolfinna Knútsdóttir og Sigurður Pálsson sem reka Hárkollugerðina, en Kolfinna starfaði um árabil við förðun og hárkollugerð í Þjóðleikhúsinu. Þau selja hárkollur frá þýskum fyrirtækjum en líka annars konar höfuðföt, hárklúta og hárskraut, bæði á vefnum og heima hjá sér í Grafarvoginum.

Fólk sem missir hárið

„Þeir sem leita hingað eru aðallega einstaklingar í lyfjameðferð sem missa hárið en einnig fólk sem missir hárið af öðrum ástæðum. Einstaklingar sem eiga við hárþynningarvandamál að stríða koma líka“, segir Kolfinna. „Þar sem hárkollurnar eru eðlilegar, léttar og meðfærilegar þarf engin að skammast sín fyrir að bera hárkollu í dag. Það er stórt skref fyrir marga að fá sér hárkollu en framleiðslan á þeim hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Þær eru töluvert umfangsminni og léttari en þær voru“, segir hún. 

f

Það loftar vel um höfuðið

Hárkollurnar eru frá þýskum fyrirtækjum og eru yfirleitt úr gervihári. Ofan á kollinum og í grunnin sem liggur fram á ennið er hvert hár handhnýtt í gegnsæjan grunn sem gerir það að verkum að kollstykkið er eins líkt hársverði og hægt er að óska sér. Ef einstaklingi hitnar með hárkolluna á höfðinu, er yfirleitt ekki við hana að sakast, þar sem vel loftar um grunninn. Ástæðan kann að vera önnur. Kolfinna segir að konur sem eru í lyfjameðferð komi oft til sín og máti hárkollu, áður en þær missi hárið, þar sem oft geti verið gott að bera saman liti og klippingar. Þær vilji gjarnan háralit sem líkastan þeirra eigin og svipaða klippingu og þær eru með.

h

Meira úrval af höfuðfötum

Konur fá sér frekar hárkollur en karlar, þótt það sé einnig til í dæminu að þeir fái sér hárkollur. Kolfinna segir að það sé mun meira úrval núna af höfuðfötum og klútum fyrir þá sem missa hárið, en var hér á árum áður. Þannig eigi fólk fleiri valmöguleika. En það má ekki vera erfitt að setja þau á sig, því veikindi og uppskurðir geta haft áhrif á hreyfigetu fólks. Nátthúfur eru líka til fyrir fólk sem missir hárið, enda er hitatap líkamans út um kollinn. Þar af leiðandi getur kuldi á höfði haft áhrif á að einstaklingur sofi ekki vel vegna kulda.

j

Feimnismál fyrir marga

Fyrir marga virðist það vera feimnismál að bera hárkollu. „En það ætti alls ekki að vera feimnismál“ segir Kolfinna. Það getur tekið einstakling langan tíma að herða sig uppí að fá sér hárkollu. Dæmi eru um að einstaklingur hætti að fara út á meðal fólks, hætti að fara í veislur eða mæta í aðra mannfagnaði vegna óánægju með sitt eigið hár, til dæmis vegna hárþynningar. „Þannig að þegar skrefið er stigið þá er hárkollan oft á tíðum mikill félags og gleðigjafi“, segir hún.

j

Styrkur fyrir fólk í lyfjameðferð

Hárkollurnar hjá Kolfinnu og Sigurði kosta svona almennt frá 53.500 krónum uppí 57.500. Dýrasta hárkollan sem þau eru með er ný framleiðsla frá Þýskalandi og kostar tæpar 110.000 krónur. Þeir sem þurfa að fá sér hárkollu vegna lyfjameðferðar fá til þess 77.000 króna styrk frá Tryggingastofnun ríkisins, en um notkun hans gilda sérstakar reglur. Hægt er að skoða hárkollurnar á netinu HÉR og einnig eru þau með Facebook síðu. Til að fá að máta, er fólki bent á að hringja í síma 896-7222, eða senda fyrirspurn á netfangið kolfinna@harkollugerd.is

 

j

h

Grein birt með góðfúslegu leyfi lifdununa.is