Fara í efni

Tara sýnir okkur Summer Glow förðun

Tara sýnir okkur Summer Glow förðun. Í tilefni af því að Sumardagurinn fyrsti er að detta inn, ákvað vídeó bloggarinn og förðunarfræðingurinn, Tara Brekkan, að henda í eitt Summer Glow myndband fyrir okkur.
Tara Brekkan ...what makes my day
Tara Brekkan ...what makes my day

Í tilefni af því að Sumardagurinn fyrsti er að detta inn, ákvað vídeó bloggarinn og förðunarfræðingurinn, Tara Brekkan að henda í eitt Summer Glow myndband fyrir okkur.

 

 

 

Hér sýnir Tara okkur mjög einfalda og ferska sumarförðun og hvernig hægt er að draga fram gljáann á réttum stöðum í húðinni og bronza hana upp í leiðinni.
Má þar nefna Jennifer Lopez sem er helst þekktust fyrir að farða húðina sína svona eða the JLo glow. Þó að sumarið sé ekki komið til landsins þá segir Tara okkur ekki að örvænta! Við glóum okkur bara upp sjálfar.
 
Tara sýnir nýjustu augnbrúnarútínuna sína þar sem hún notar nýtt augnbrúnagel frá No Name og leggur hún áherslu á að nota skáskorinn pensil.

 

 Tara fer aðeins í það hvernig hin sívinsælu BB kream virka og hvað þau innihalda, sem er svona eftirsóknarvert. Í heildina er þetta náttúruleg förðun sem við allar eigum að geta gert.

 

 

Birt í samvinnu við 

Tengt efni: