Fara í efni

Hvernig virkar sólarvörn? Ekki gleyma að bera á þig þegar sólin skín

Það er kannski of snemmt að vera að tala um sólarvörn núna en það er gott að vera vel undirbúinn þegar sumarið dettur inn og allir fara út í sólbað ekki satt ?
Hvernig virkar sólarvörn? Ekki gleyma að bera á þig þegar sólin skín

Þó sólin skíni ekki þá þarf samt að passa upp á húðina.

Það er talað um sunscreen og sunblock. Hver ætli munurinn á þessum tveimur sé?

Sunscreen blandar saman lífrænum og ó-lífrænum efnum til að mynda filter á sólina svo hún nái ekki til dýpstu laga á húðinni. Svona svipað og skjólveggur. Smá sólarljós nær í gegn en alls ekki mikið.

Sunblock er hinsvegar þannig að hún virkar eins og endurspeglun á geislana og þeir ná ekki til húðarinnar að neinu leiti.

Endurspeglunin á sunblock saman stendur vanalega af zinc oxide eða titanium oxide. Það er auðvelt að sjá hver notar sunblock, bara með því að líta á manneskjuna því sunblock lætur enga sólargeisla í gegn og þú færð engan lit.

Hvað er sunscreen að verja?

Hlutinn af sólarljósi sem er síað eða lokað á eru útfjólubláir geislar. Það eru þrjár tegundir af útfjólubláum geislum.

  • UV-A geislar sem fara djúpt inn í húðina og geta leitt til húðkrabbameins og húðin verður fyrr hrukkótt
  • UV-B þeir geislar gera húðina brúna og geta brennt hana
  • UV-C eru geislar sem ná ekki til jarðar

Sólarvörn

Lífrænu sameindirnar sem eru í sunscreen drekka í sig útfjólubláu geislana og þú finnur bara fyrir hita.

Hvað þýðir SPF?

SPF stendur fyrir Sun protection factor. Það er númer sem þú notar til að hjálpa þér að finna út hversu lengi þú getur legið í sólbaði án þess að brenna.

Sólbruni er orsökin af UV-B geislum. SPF hefur ekki haldgóða vörn gegn UV-A geislum sem geta orsakað húðkrabbamein og farið afar illa með húðina.

Húðin hefur náttúrulegt SPF, en það fer eftir því hversu mikið melanin er í líkamanum eða hversu dökk húðin þín er.

Ef þú getur staðið úti í sól í 15 mínútur og brennur ekki að þá ætti SPF 10 að henta þér. Þú getur þá sem sagt legið í sólinni í 150 mínútur og átt ekki að brenna.

Og notir þú SPF í hærra númeri, t.d 20 eða 30 að þá getur þú legið úti í 200 eða 300 mínútur og átt ekki að brenna.

Viljir þú góða vörn fyrir andlitið og hálsinn skaltu kaupa þar til gerð andlistkrem með vörn. Hún þarf að vera há, eða um SPF 20 eða hærri og þá er hrukkum haldið í skefjum.

Best er að fara varlega í sólböðin og nota alltaf sólarvörn og helst hærri en SPF 20. Við viljum ekki ótímabærar hrukkur eða húðkrabbamein. Muna svo að hafa eitthvað á höfðinu svo hársvörðurinn brenni ekki og þú fáir ekki sólsting.

Heimildir: chemistry.about.com