Fara í efni

Sagt er að þessi hrísgrjóna andlitsmaski taki nokkur ár af andlitinu

Vissir þú að hrísgrjón hafa verið notuð í snyrtivörur til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar?
Hrísgrjón fyrir andlitið
Hrísgrjón fyrir andlitið

Vissir þú að hrísgrjón hafa verið notuð í snyrtivörur til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar? 

Og hrísgrjón eru víst mjög algeng í japönskum húðsnyrtivörum.

Kannski engin furða að japanskar konur komnar yfir fertugt líta alltaf út fyrir að vera 25ára. 

Hrísgrjón eru rík af B-vítamínum sem örva húðfrumurnar, hægja á ótímabærri öldrun húðarinnar og auka blóðflæðið til muna. Allt sem þú þarft fyrir töfrandi ljóma í andlitið eru hrísgrjón. 

Þessi andlitsmaski gæti brátt verið verið ein af þínum uppáhalds fegurðar rútínu, húð þín mun verða mjúk, létt og geislandi.

Þú þarft einungis þrjú hráefni í maskann, hrísgrjón, mjólk og hunang.

 

Japanese Rice Mask

  •  Þú þarft 2-3 matskeiðar af hrísgrjónum að eigin vali og elda þau þar til þau eru orðin mjúk. Sigtaðu vantið frá og settu í sér skál eða ílát, ekki henda vatninu.
  • Skolið hrísgrjónin og bættu við matskeið af volgri mjólk. Hrærið þar til að þetta er vel blandað saman og setjið svo eina matskeið af hunangi saman við blönduna. Blandið vel saman.
  • Passaðu vel upp á að andlitið sé hreint þegar maskinn er settur á.
  • Maskinn er hafður á andlitinu í 30 mínútur, skolaðu svo maskann af með hrísgrjónavatninu sem þú settir til hliðar.
  • Mælt er með að nota hrísgrjónavatnið eins og rakakrem kvölds og morgna. Það er pakkað af andoxunarefnum.

Þú getur geymt hrísgrjónavatnið í hámark 4. daga í ísskápnum. Nú er bara að prufa og sjá hvort að þetta reynist rétt.

 

Mundu að fylgja okkur eftir á Facebook