Fara í efni

Fegurð - Pössum upp á hárið í sumar

Sumarið er komið og margir eflaust á leið í sól. Á sumrin er ekki aðeins nauðsynlegt að hugsa vel um líkamann í sólinni heldur líka um hárið. Hér eru nokkur góð ráð fyrir sól, sund og sjó.
Fegurð - Pössum upp á hárið í sumar

Hárið og sumarið.

Sumarið er komið og margir eflaust á leið í sól. 

Á sumrin er ekki aðeins nauðsynlegt að hugsa vel um líkamann í sólinni heldur líka um hárið.

Hér eru nokkur góð ráð fyrir sól, sund og sjó.

 

  • Hárið breytir um lit! - Yfir sumartímann lýsist hár yfirleitt mjög mikið, sérstaklega á þeim sem eru mikið úti. En svo er annað sem ekki allir vita, og það er, að í sundi og sjó þá breytir hárið enn meira um lit. Ljóst hár fær græna slikju og liturinn lekur úr dökku hári og það missir lit og gljáa. Ef ég fengi að ráða, myndi bætast við regla á spjaldið í sundklefunum... þ.e. Sítt hár ætti alltaf að vera uppsett í sundi! 

 

  • Notið hárnæringu! þá er ég að tala um að hafa hárnæringuna í hárinu niðri á strönd eða í sundlauginni. Eða jafnvel nota eitthvert höfuðfat. Ef hárið er sítt er gott að setja fléttu og/eða festa það upp og leyfa hárinu frekar að nærast heldur en að skemma það með klór, söltum sjó og brennandi sólinni. Það eru líka til mjög góðar svokallaðar leave-in næringar, þá finnst mér Potion 9 frá Sebastian vera best, hún er með 9 næringarefnum fyrir hárið og er líka hægt að nota til að móta hárið, t.d. til að gera beach waves.
  • Fáið ykkur hárvörur með UV-vörn. Þeir sem eru mikið í sól eða á leið til sólarlanda ættu að fá sér hárvörur sem verja hárið frá sólargeislum. Þá er hægt að skipta sínu venjulega sjampói og næringu út yfir sumartímann fyrir annað eins sem ver hárið frá sólargeislum. Oft er líka til þessi svokallaða leave-in næring í sömu línu. 
    Ég veit að það var t.d. tilboð á SP Sun línunni frá Wella og þá var að fylgja með Shiseido sólarvörn og Gucci spegill!!! Ekki amalegt það! Ekki bara værum við þá með vel varið hár heldur verðum ekki krumpuð eins og rúsína í framan og getum séð til þess að við séum ekki með hreiður aftaná hnakkanum, OG ÞAÐ MEÐ GUCCI! ;)

Hugsum vel um húð og hár í sólinni!

 

Tengt efni: