Fara í efni

Naglamenningin á Íslandi

Hvað er í tísku?
Magnetic naglamerkið hefur verið mjög leiðandi
Magnetic naglamerkið hefur verið mjög leiðandi

Hvað er í tísku?

Kristín Þóra Sigurðardóttir naglameistari hjá Magnetic segir að naglamenningin á Íslandi hafi breyst mjög mikið á undanförnum árum, og að hér áður fyrr hafi viðskiptavinir sér svo til eingöngu fengið sér French manicure neglur, þverar að framan og helst ekkert skraut. Hún segir að naglafræðingar hafi þurft að ýta á sína viðskiptavini til að fá þá til að prufa smá skraut. “Í dag heyrir það liggur við til undantekninga ef konur fá sér French manicure og óskreyttar neglur”.

Kristín Þóra segir mikið skreyttar, heillitaðar neglur vera mjög vinsælar í dag og þá helst stiletto eða möndlulaga form á nöglunum.

Þegar Kristín Þóra var spurð hvaða tískustraumar væru framundan sagði hún að eftir pastelliti sumarsins væru að detta inn fallegir djúpir litir ,haustlitir , (Pocahontas) metallitir  og bara dökkir fallegir litir.

Magnetic naglamerkið hefur verið mjög leiðandi í naglaskrauti og hafa fagaðilar á þeirra vegum verið að vera að gera mikið skreyttar stiletto neglur í mörg ár.  Magnetic hefur innan sinnan raða marga af færustu naglameisturum í heiminum og hafa þeir verið að kenna það nýjasta og flottasta út um allan heim.

“Árið 2010 fengum við Magnetic umboðið til Íslands og erum að kenna á þær vörur í naglaskólanum okkar og selja vörurnar í heildsölunni okkar í Reykjavík Fashion Academy í Ármúla 21 og segir hún að nemendur skólans hafi ákaflega gaman af því að fá að vinna með vörurnar og fá að láta sköpunargleðina ráða ríkjum í kennslustundum, en með því að lofa nemendum að fylgja stefnum og straumum í greininni þá komi þeir betur undirbúnir út á vinnumarkaðinn”.

Í nóvember ætlar Magnetic naglaskólinn í samstarfi Catherine Côté skreytingameistara og eiganda Rainbow nails að vera með skreytinganámskeið fyrir naglafræðinga þannig að allir geti verið með það nýjasta og flottasta í haust og vetur. 

Höf. Kristín Þóra Sigurðardóttir - Naglameistari

Upplýsingar um námskeiðið má nálgast með tölvupósti á neglur@rfa.is