Fara í efni

Langar þig að gefa hárinu dúndur raka bombu – það er rosalega gott þegar farið er að kólna í veðri

Hér eru nokkrir hármaskar sem þú getur gert sjálf heima þegar þú ætlar að eiga dekurkvöld.
Góður hármaski bjargar hárinu í kulda
Góður hármaski bjargar hárinu í kulda

Hér eru nokkrir hármaskar sem þú getur gert sjálf heima þegar þú ætlar að eiga dekurkvöld.

Olíu og E-vítamín hármaski

Hráefni:

Kókósolía og möndluolía

E-vítamín hylki- 4 stk

Leiðbeiningar:

Kókósolían og möndluolían eru djúpnærandi og hreinsandi frá náttúrunnar hendi.

Skelltu olíunum í skál og myldu E-vítamín töflurnar saman við og blandaðu vel saman. Þessu nuddar þú svo í rakt hárið og vel ofan í hársvörðinn í 10 mínútur og hefur í yfir nótt.

Þetta má endurtaka eins oft og þér finnst hárið á þér þurfa góðan raka í kuldanum hér heima.

Eggjarauðu og banana hármaski

Hráefni:

1 Þroskaður banani

1 eggjarauða

Leiðbeiningar:

Stappaðu bananan afar vel, við viljum ekki neina kekki. Blandaðu svo eggjarauðunni saman við og hrærðu vel.

Skelltu svo þessu í hárið á þér og nuddaðu vel, passaðu að þetta nái vel í endana.

Hafðu í hárinu í 40 mínútur. Skolaðu úr með volgu vatni, ekki of heitu. Og núna máttu þvo það með mildu sjampói.

Hunangshármaski

Hunang er rakagefandi frá náttúrunnar hendi og gefur hári afar góðan raka. Hunang er eins og góð djúpnæring og kemur einnig í veg fyrir hárlos.

Hráefni:

1 msk hunang – helst organic

1 msk af rommi

1 eggjarauða

Möndluolía

A og E vítamín hylki – 3 stk af hvoru

Leiðbeiningar:

Blandaðu hunangi með olíunni, eggjarauðunni og romminu. Síðan mylur þú vítamínin saman við.

Settu vel af blöndunni í hárið og nuddaðu í hársvörðinn og út í enda. Skelltu handklæði yfir hárið og bíddu í klukkustund. Mælt er með að skola þetta úr með hálf köldu vatni og þvo svo hárið með barnasjampói eða því mildasta sem þú átt.

Frábær lausn fyrir þurrt brothætt hár, þá sérstaklega þegar kuldinn sækir að okkur.

ATH: allir hármaskarnir fara í rakt hár, ekki þurrt.