Fara í efni

Jólaförðunin verður glimmer, glamúr og gleði í ár

Kristín Stefánsdóttir er höfundur bókarinnar „Förðun Skref Fyrir Skref“ sem er nú eiginlega förðunarbiblía fyrir konur á öllum aldri. Ég fékk Kristínu til að segja okkur hvað væri heitt í jólaförðun í ár.
Jólaförðunin
Jólaförðunin

Kristín Stefánsdóttir er höfundur bókarinnar „Förðun Skref Fyrir Skref“ sem er nú eiginlega förðunarbiblía fyrir konur á öllum aldri. Ég fékk Kristínu til að segja okkur hvað væri heitt í jólaförðun í ár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristín segir að jólaförðun á að vera glimmer, glamúr og gleði þannig við eigum að leika okkur að litum í varalit og nú er tíminn að nota glimmer og shimmerdust á augun.

j

Litir sem alveg eru að gera sig fyrir jólin eru fjólubláir, dökkvínrauðir, gráir og svartir á augun og glimmer og dust.

Rauðir, vínrauðir, berjalitir, fjólubleikir og gloss á varir.

k

Kristín byrja að nota stift farðann og nota kabuki farðaburstann til að ná góðri þekju án þess að vera of farðaður, nota svo sólarpúður undir kinnbein til að ná þeim betur fram, setja næst kinnalit fram í kinnarnar til að fá frísklegt útlit.

Á augun byrjar hún að nota svartan augnskuggablýant sem heitir Coal og er mjúkur með svampi á endanum sem auðveldar okkur að dreifa vel úr honum upp á augnlok, næst setjum við dökkfjólubláan augnskugga, frekar dökkan og dúmpum honum yfir blýantinn og yfir allt augnlok en dreifum mest úr litnum við skilin. Setjum síðan annað hvort gyllt stardust (laus glimmer augnskuggi) eða Goldluz frá Sugarpill á mitt augnlok til að ná glamour í förðunina, svartan eyeliner og mikinn maskara.

k

Love Alpha er nýr maskari sem gefur ótrúlega áferð. Hann er svokallaður fiber maskari sem byggir upp augnhárin þannig að þau verða eins og þú hafir sett á þig fölsk augnhár, alveg nauðsynlegt að hafa fölsk eða nota svona maskara.

Varirnar eru alveg málið yfir hátíðirnar. Nú eigum við að skarta flottum rauðum litum og leika okkur að breyta honum með því að velja varalitablýant sem passar, ef þið notið vínrauðan blýant verður rauði liturinn settlegri en ef þið notið rauðan blýant þá náið þið fram rauða litnum sem fær að njóta sín. Einnig er flott að nota vínrauða og berjaliti yfir hátíðirnar.

k

Sem sagt glimmer og gleði yfir hátíðirnar. 

Fylgstu með því sem er að gerast hjá Kristínu Stefáns á Facebook síðu „Förðun Skref Fyrir Skref“  HÉR