Fara í efni

Flott mataræði sem kemur jafnvægi á hormónana og gefur húðinna fallega áferð

Hver vill ekki vera með fallega og glóandi húð? Húðin á andlitinu okkar verður fyrir mesta áreitinu og “skemmist” því fyrr.
Rétt mataræði fyrir hormónana skiptir máli
Rétt mataræði fyrir hormónana skiptir máli

Hver vill ekki vera með fallega og glóandi húð? Húðin á andlitinu okkar verður fyrir mesta áreitinu og “skemmist” því fyrr.

En það er ekki bara sólin eða mengun sem skemma húðina. Þar kemur mataræðið sterkt inn. Ef við pössum ekki upp á hvað við borðum, getum við ruglað hormónabúskapinn og þá fer að bera á bólum eða bólgum sem að gerir það að verkum að húðin eldist fyrr en ella.

Við eigum það til að eyða allt of miklum peningum í rándýr krem og serum, en það sem við borðum er alveg jafn mikilvægt.

Hormónarnir í líkama okkar skipa afar mikilvægu hlutverki. Líkaminn treystir á að hormónar virki eðlilega. Þar sem að þeir eru svona mikilvægir að skortur á því að þeir virki eðlilega orsakar það að líkami okkar fer hægt og rólega að hætta að virka sem skildi, eða það sem við köllum að eldast.

Að eldast, kemur fyrr fram hjá sumum en öðrum, en það hefur mikil áhrif á konur fyrst og fremst. Mataræðið okkar, þá sérstaklega hollar fitur, en þær hjálpa okkur að halda hormónunum í jafnvægi.

Skoðum hvaða matur er bestur til að halda hormónum í jafnvægi og húðinni fallegri.

Kókósolía – kókósolían er pottþétt ein sú virkasta í því að halda húðinni heilbrigðri og koma hormónum í jafnvægi. Hún aflar líkamanum mikilvægum efnum fyrir framleiðslu á hormónum. Rannsóknir hafa sannað að hjá þeim sem að neyta mataræðis sem er ríkt af kókóshnetum eru meðal þeirra alheilbrigðustu og unglegustu í heimi. Má þar nefna íbúa Tokelauans í suður-Kyrrahafi.

Möndlur – möndlur eru fullar af E-vítamíni en það er mikilvægt fyrir húðina. Þær innihalda einnig zink sem að bætir skapið.

Egg – það er sannað að egg auka á HDL kólestról en það er góða kólestrólið. Þessi tegund af kólestróli styður aukningu á hormónaframleiðslu. Einnig eru egg afar rík af próteini og joði.

Kókósvatn – það er sagt að kókósvatn sé besti drykkurinn til að fá rakann innan frá. Kókósvatn er fullt af náttúrulegum efnum sem að gefa húðinni raka og fá hana til að glóa. Einnig er kókósvatn afar ríkt í andoxunarefnum.

Turmeric – þetta gullna undur sem að aðdáendur þess kalla “the balance female and male hormones”. Þú getur notað það til að krydda mat, kjöt fisk, hrísgrjón, grænmeti og kartöflur.

Brokkólí – það hljómar sennilega eins og gömul tugga að segja “brokkólí er hollt fyrir þig” en ef þú vissir þetta ekki þegar, að þá er brokkólí vel pakkað af náttúrulegum efnum eins og phytoestrogens sem að stjórnar réttum hormónabúskap í líkamanum. Það er einnig ríkt af C og E-vítamínum.

Vatn – það vita allir að vatn er okkur nauðsynlegt. Allar frumur líkamans þurfa vatn til að vera heilbrigðar. Ef þú drekkur ekki a.m.k 6 til 8 glös af vatni á dag þá verður húðin þurr og hættan á hrukkum eykst. Þannig að sparaðu þér peninga í rándýr krem og drekktu vatn.

Ferskur kreistur appelsínu safi – appelsínur eru stútfullar af C-vítamíni.  C-vítamín er afar nauðsynlegt fyrir húðina. Húðin þarfnast þess til að framleiða kollagen.

Avókadó – Avókadó hefur þann kost að hann nærir húðina innan frá. Omega – 9 fitusýrurnar í þessum ávexti hafa þann kost að þær laga skemmdar húðfrumur og róa niður roða í húð. Einnig er avókadó pakkað af trefjum, kalíum, magnesíum, fólín sýru og E, C og B-vítamínum.

Dökkgræna grænmetið – eins og t.d brokkóli og spínat eru full af andoxunarefnum og hlaðin luteini sem gefur húðinni raka og gefur henni teygjanleika.

Hvítlaukur – hann er góður til að drepa óæskilegar bakteríur. Hvítlaukur er líka góður við bólum og öðrum húðvandamálum.

Dökkt súkkulaði – dökkt súkkulaði gefur húðinni raka. Okkur líður vel þegar við borðum súkkulaði og ástæðan fyrir því er sú að dökkt súkkulaði dregur úr stress hormónunum.

Kiwi – þessi litli loðni ávöxtur inniheldur afar mikið magna f C-vítamíni. Meira en appelsína. Einnig má finna kalíum og andoxunarefni í kiwi. Þetta er rosalega gott fyrir húðina, heldur henni stinnri og teygjanlegri lengur.

Grænt te – það er sko svo sannarlega góð ástæða til að drekka grænt te. Drykkurinn er stútfullur af andoxunarefnum, hann berst á móti bólgum í líkamanum.

Jógúrt – hlaðinn A-vítamíni sem að skiptir miklu máli fyrir húðina. Jógúrt og þá tegund sem inniheldur AB gerla er það besta fyrir magann. AB gerlar geta komið í veg fyrir candida sveppasýkingu í maga.

Valhnetur -  þær eru í miklu uppá haldi hjá mér. Það er ástæða fyrir því að kjarni valhnetunnar lítur út eins og heilinn. Þessar hnetur eru nefnilega “brain food”. Þær auka einnig á melatonin og serotonin í líkamanum.

En mundu þetta : fyrstu 3 áratugi lífs þíns þá endurnýjar yfirhúðin sig á 30 daga fresti. Þegar þú ert komin yfir fertugt þá gerist þetta á 45 daga fresti.

Þetta gerist vegna þess að líkaminn er að eldast. þetta byrjar löngu fyrir breytingaskeið líka. Passaðu upp á að "fæða" hormónana þína með hollu mataræði. 

Þannig að mundu að hugsa vel um mataræðið því að skiptir máli að næra húðina innan frá sem og utan.

Heimild: healtyandnaturalworld.com