Fara í efni

DIY – 3 jarðaberja maskar fyrir andlitið

Jarðaber eru stútfull af andoxunar efnum og C vítamíni. Þau eru ekki bara til að dýfa í súkkulaði, setja í uppáhalds bústið sitt eða ofan í kampavínið. Jarðaber er eitt af því besta sem þú getur sett í andlitið. Andlitsmaskar eru góð leið til að næra húðina með andoxunarefnum og ná fram fallegum ljóma húðarinnar. Áður en þessir maskar eru settir beint í andlitið, prufaðu áður smá svæði á hálsinum til að kanna hvort að þú fáir nokkuð ofnæmisviðbrögð.
DIY – 3 jarðaberja maskar fyrir andlitið

Jarðaber eru stútfull af C vítamíni og AHA-sýrum (alpha-hydroxy acids) sem eru einstakir rakagjafar og hafa mjög góð áhrif á húðina.  

Jarðaber eru ekki bara til að dýfa í súkkulaði, setja í uppáhalds bústið sitt eða ofan í kampavínið. Jarðaber er eitt af því besta sem þú getur sett í andlitið.

 

 

Andlitsmaskar eru góð leið til að næra húðina og ná fram fallegum ljóma.  Áður en þessir maskar eru settir beint í andlitið, prufaðu áður smá svæði á hálsinum eða handarbaki til að kanna hvort að þú fáir nokkuð ofnæmisviðbrögð.

#1

  • 8-9 fersk jarðaber
  • 3 msk af hunangi

Stappaðu jarðaberin vel með gaffli þar til að þau eru maukuð, bættu þá hunangi saman við.  Passaðu uppá að hendur séu vel hreinar eða notaðu hreinan bursta til að setja varlega á allt andlitið og gættu vel að augnsvæðinu.  Mæli með því að þú leggist niður og slappir aðeins af í 10-15 mínútur.  Skolast af með volgu vatni og andlitið þerrað lauslega. 

#2

  • 8-9 fersk jarðaber
  • 2 msk hunang
  • 1 msk olía – Extra virgin eða Jojoba
  • Nokkrir dropar af ferskum sítrónusafa – 8 dropar ef þú hefur þurra húð og 1 dropa ef húðin er frekar feit.

Stappaðu jarðaberjum vel saman, bættu síðan restina af hráefnum saman við. Passaðu uppá að hendur séu vel hreinar eða notaðu hreinan bursta til að setja varlega á allt andlitið og gættu að augnsvæði.  Látið liggja á andlitinu í 5 mínútur og skolist svo af með volgu vatni.

#3

  • 5 fersk jarðaber
  • ½ msk hreint jógúrt eða rjómi
  • 2 msk hunang

Stappaðu jarðaberjum vel saman, bættu síðan hunangi og jógúrti saman við ef húðin þín er frekar feit eða rjóma ef þú hefur þurra húð. Passaðu uppá að hendur séu vel hreinar eða notaðu hreinan bursta til að setja varlega á allt andlitið og gættu að augnsvæði.  Látið maskann liggja á andlitinu í 10-1 5 mínútur og skolist svo af með volgu vatni.

Munið að kanna svæði á hálsinum eða handarbaki áður en þið setjið framan í ykkur. 

Tengt efni: