Fara í efni

Bjartari og frísklegri augu á aðeins 5 mínútum

Ferskari augu
Ferskari augu

Við rákumst á ótrúlega spennandi vöru um daginn sem kallast EyeSlices augnayndi.

Varan sem um ræðir eru margnota augnpúðar sem draga úr þrota, minnka línur og gera augun hreint út sagt bjartari og fallegri. 

Það er nú einu sinni sagt að augun séu spegill sálarinnar og því er eins gott að halda þeim tærum og fallegum ekki satt?

Eftir að hafa prófað þessa púða og upplifa sjálfar virknina þá ákváðum við að kynna okkur þetta nánar en varan er ný á Íslandi.

Hvað er í þessum gelpúðum?
Aloe Ferox sem er eitt best geymda leyndarmál náttúrunnar er uppistaðan í virkum innihaldsefnum EyeSlices.
Aloe Ferox er suður-afrísk jurt af sömu ætt og Aloe Vera en þykir vera öflugri meðal annars þar sem hún inniheldur mun meira af amínósýrum.

Eiginleikar Aole Ferox gera EyeSlices kleift að endurnæra húðina í kringum augun.  Virkum efnum frá Sviss og Bandaríkjunum er einnig bætt í vöruna þannig að augnsvæðið verður skínandi bjart á eftir.

Hvað gerir EyeSlices?
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að EyeSlices púðarnir vinna gegn hrukkum, þrota, baugum og ummerkjum um þreytu og ofnæmi s.s. rauðum augum. 

Tæknin – hvernig er hægt að nota púðana oftar en einu sinni?
EyeSlices varð til eftir tíu ára öflugt þróunarstarf sérfræðinga á ýmsum sviðum.  Gelpúðarnir eru ofnæmisprófaðir og í þeim er hvorki latex né paraben. 

EyeSlices sameinar öflugar jurtir úr náttúrunni annars vegar og nýsköpun í lífeindafræði hinsvegar.  EyeSlices býður þér ferskleika og fegurð án fyrirhafnar.

Hvað er í boði?

Björt augu: Grænu púðarnir innihalda ylliber, hvíta lilju og suma-rót. Þeir vinna á þrota og baugum ásamt því að gefa bjartari augu.

aa

Heimild: tiska.is