Bláberja/chia sulta - allir í berjamó
 
													
								Ekkert smá góð og holl þessi sulta
							
											Það elska allir bláber!
Það elska allir chia fræ!
Það elska allir bláberjasultu!
Hvernig væri þá að útbúa bláberja/chia sultu?
Það er fáránlega auðvelt  
2 bollar fersk bláber
1/4 bolli chia fræ
2 tsk hlynsýróp/agavesýróp eða sú sæta sem þið viljið nota.
Öllu skellt í blandara og sett á "pulse" þar til allt er komið í sultu 
Okkur finnst betra að vera búin að leggja chia fræin í bleyti, þó ekki í of mikið vatn, þá verður sultan of þunn.
uppskrift fengin af facebook síðu Solaray Ísland
