Fara í efni

Augnbotnahrörnun.

Hvað er það ?
Viteyes - AREDS2 í nýjum umbúðum
Viteyes - AREDS2 í nýjum umbúðum

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Vitað er að ellihrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldri og að reykingar ýta undir þróun votrar hrörnunar. Ættarsaga og hár blóðþrýstingur eru einnig áhættuflættir.

Unnt er að hægja á sjúkdómnum og draga úr líkum á votri hrörnun með inntöku ákveðinna vítamína.

Hægt er að fá í apótekum sérþróað vítamín - VITEYES sem er samsetning með tilliti til augnbotnahrörnunar.

Í janúar síðastliðnum byrjaði Provision að selja til apótekana nýtt og endurbætt  Viteyes - AREDS2 í nýjum umbúðum . 

Viteyes AREDS2 - Nýja ráðlagða efnablandan sem AREDS2 rannsóknin mælir með inniheldur upprunalegu AREDS efnablönduna.

Þar sem beta-karótín (A vítamín) hefur verið fjarlægt og 6 mg af lúteini og 2 mg af zeaxantíni hefur verið bætt við. Lútein og zeaxantín eru adoxunarefni sem fyrirfinnast í augnbotninum. Við rannsókn kom í ljós að þeir þátttakendur sem hófu rannsóknina með litlu magni af lúteini og zeaxantíni í sínu mataræði og fengu viðbætt lútein og zeaxantín meðan á rannsókninni stóð voru 25 prósent ólíklegri til að þróa með sér ellihrörnun í augnbotnum á efri stigum samanborið við þátttakendur með svipað mataræði og tóku ekki inn Lútein og Zeaxantín.