Fara í efni

8 daglegar venjur sem hafa slæm áhrif á sjónina

Sjónin er okkur dýrmæt og því ber að gæta vel að henni.
8 daglegar venjur sem hafa slæm áhrif á sjónina

Sjónin er okkur dýrmæt og því ber að gæta vel að henni.

Hversu góð sjónin þín er, er í raun ekkert sem þú getur valið. Heldur fer það eftir því hversu góð gen þú hefur.

Þú getur verið með fullkomna sjón, mjög lélega sjón eða eitthvað þar á milli.

Það er eitt og annað sem við getum gert til að verja sjónina, en einu getum við ekki breytt, og það er að sjónin versnar með aldrinum.

Margar daglegar venjur afar slæm áhrif á sjónina.

Hér fyrir neðan eru hlutir sem þú ættir að hætta að gera strax til að passa upp á þína dýrmætu sjón.

1. Notaðu sólgleraugu

UV geislar solar á augu í miklu magni geta skemmt sjónhimnuna og út frá því eru miklar líkur á augnsjúkdómum eins og vagl á augu eða óeðlilegan annarskonar vöxt.

Hafðu þetta í huga næst þegar þú kaupir þér sólgleraugu, vertu viss um að þau séu með UV-vörn. Ef þú notar linsur, fáðu þér þá linsur með UV-vörn.

2. Að nota gamlar linsur

Þó það sýnist í lagi að nota einnota augnlinsur tvo daga í röð þá er það alls ekki málið. Með því að gera þetta þá ertu að auka lýkur á sýkingu í augum. Ansi margir eru með augnlinsur í augum of lengi í senn og þá sérstaklega þessar sem ætlaðar eru sem einnota.

3. Að nudda augun mikið

Ef þú færð kláða í augað þá er ekki mælt með því að vera að nudda það of mikið. Með því að nudda augun of mikið ertu að dreifa óhreinindum og bakteríum í augun. Og þar á meðal er ein klassísk sem kallast “pink eye”. Að nudda augun mikið getur einnig skaðað viðkvæmu æðarnar í kringum augun. Ef þér finnst að eitthvað sé í auganu þá skaltu blikka hratt þar til þú tárast og láta tárin sjá um að hreinsa það sem var að plaga þig.

4. Að nota linsur í sundi eða sturtu

Að nota linsur í vatni og þá skiptir ekki máli hvort það er sjór, sundlaug eða sturtan, þá ertu að gefa bakteríum tækifæri á að sýkja augun. Í afar slæmum tilfellum þá getur eitthvað sem kallast acanthamoeba komist í augun. Þetta eru örverur sem búa í ferskvatni og jarðvegi, þó þesskonar sýking sé afar sjaldgæf þá getur hún orsakað alvarlega sýkingu og jafnvel skemmt auga eða orsakað blindu.

5. Að nota snyrtivörur fyrir augu sem eru of gamlar (útrunnar)

Það getur verið erfitt að segja bless við uppáhalds maskarann þinn þegar hann er ekki einu sinni alveg búinn, en það er nauðsynlegt ef maskarinn er eldri en þriggja mánaða.

Að nota gamlar snyrtivörur getur pirrað linsur í augum og orsakað ljóta sýkingu.

Samkvæmt the American Academy of Ophtalmology þá á að henda snyrtivörum fyrir augu eftir þrjá mánuði. Þá er verið að tala um maskara og augnblýanta.

6. Að vera endalaust að góna á skjáinn á símanum eða spjaldtölvunni

Það er ástæða fyrir því að þú finnur fyrir þreytu í augum eftir að hafa verið fyrir framan tölvuskjá eða í símanum þínum allan daginn.

Það reynir á augun að lesa þetta smáa letur sem er á símaskjá eða spjaldtölvu og yfir augun flæðir einnig þetta bláa ljós af skjáum. Þegar þetta stendur yfir þá ferðu ósjálfrátt að blikka augunum sjaldnar en ella.

Þegar það dregur úr því hversu oft við blikkum augunum þá minnkar einnig framleiðsla á tárum. Án vökva í augum þá finnum við fyrir augnþurrki og þreytu sem svo orsakar óskýra sjón.

Mælt er með að taka pásu frá öllum skjám á tuttugu mínútna fresti til að hvíla augun. Finndu þér einhvern hlut eða plöntu til að horfa á og einbeittu þér að þeim hlut og mundu að blikka, 20 sekúndna pása er nóg á 20 mínútna fresti.

7. Að fara ekki reglulega til augnlæknis

Að sleppa því að fara reglulega til augnlæknis er alls ekki gott.

Þó þú haldir að sjónin sé fullkomin þá getur annað komið á daginn.

Að komast tímanlega að því ef sjón er farið að hraka er mjög mikilvægt því þá er hægt að gera ráðstafanir og fá gleraugu eða linsur til að passa að sjóninni hraki ekki meira á skömmum tíma.

8. Ofnotkun á dropum sem hvítta augun (redness drops)

Allir sem hafa vakað frameftir eða skellt sér út á lífið vita að morguninn eftir eru augun ansi oft rauðleit og augljóst að þú hafir ekki sofið nóg.

Allt of margir treysta á þessa svo kölluðu hvíttunar dropa til að fríska upp á útlitið.

Nú hefur komið fram að ofnotkun á þessum dropum getur orsakað að augun verða enn rauðari.

Farið varlega í alla dropa sem seldir eru án lyfseðils og eru notaðir í augun.

Sjónin er jú okkur afar mikilvæg.

Heimild: self.com