Fara í efni

Geðhjálp - G-vítamín á þorranum

Geðhjálp - G-vítamín á þorranum

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Geðrækt allt lífið, bætir, hressir og kætir. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; lítil og létt ráð sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með þessum 30 skömmtum er hægt að kaupa hér. Dagatalið er jafnframt happdrættismiði og fer allur ágóði af sölu þess í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Í hverjum glugga dagatalsins er einn skammtur og daglega birtast góð ráð á  gvitamin.isFacebookInstagram og TikTok. Fylgist endilega með þar.

Fáðu G-vítamín dagsins í pósti
Einnig er hægt að skrá sig hér og fá daglega ráðlagðan G-vítamín skammt í tölvupósti þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nánar
Markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna og þannig verja okkur og styrkja í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu. Mikilvægt er að leggja stund á geðrækt út lífið og ekki síst yfir vetrarmánuðina þegar skammdegið er hvað mest.

Happdrætti
Dagatalið er jafnframt happdrættismiði og er dregið úr seldum dagatölum föstudaginn 18. febrúar 2022. Hægt er að kaupa dagatalið til 16. febrúar og kostar það 2.500 kr. Hægt er að kaupa dagatal hér. Fjöldi mergjaðra geðræktandi vinninga verða dregnir út handa heppnum þátttakendum. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt og nýta þér G-vítamínið, sem virkar vel og er án aukaverkana.

Ágóði af sölu dagatalsins rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Heildarupplag er 12.500 og er aðeins dregið úr seldum dagatölum. Heildarupphæð vinninga er 5.379.650 kr. Allar nánari upplýsingar gefur Geðhjálp í síma: 570-1700 og lista yfir vinningsnúmer má finna á www.gvitamin.is