Fara í efni

Besta eintakið af þér

Besta eintakið af þér er 8 vikna námskeið sem ætlað er að virkja og efla þátttakendur með markvissri sjálfsskoðun, krefjandi áskorunum og áhrifamiklum aðferðum við uppbyggingu sjálfstrausts og hæfileika hvers og eins.
Besta eintakið af þér

Innst inni finnum við fyrir löngunum og þrám til þess að gera ákveðna hluti í lífinu, við eigum okkur drauma sem kalla eftir því að fá að rætast.

Þú ert leiðtogi í þínu lífi og með því að efla styrkleikana og takast á við veikleikana getur þú náð þeim markmiðum sem þú hefur sett þér til þess að láta drauma þína rætast.

 

Besta eintakið af þér er 8 vikna námskeið hjá Lausnin.is sem ætlað er að virkja og efla þátttakendur með markvissri sjálfsskoðun, krefjandi áskorunum og áhrifamiklum aðferðum við uppbyggingu sjálfstrausts og hæfileika hvers og eins.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja áskorun og langar að komast skrefinu lengra í lífinu, hvort sem það á við um einkalífið, starfsframann eða sértæk verkefni.

Sérstök áhersla er lögð á að efla sjálfstraust, auka færni í samskiptum, tjáning í hópi fólks, greining hæfileika og að þekkja algenga farartálma og ranghugmyndir sem staðið gætu í vegi fyrir hámarksárangri hvers og eins.

Námskeiðið nær yfir 8 vikur og fer fram á miðvikudagskvöld klukkan 19:30-21:30. Þjálfun og kennsla er í höndum Valdimars Þórs Svavarssonar ráðgjafa og fyrirlesara auk þess sem áhugaverðir gestafyrirlesarar koma inn í ákveðna hluta námskeiðsins.

Umsagnir þátttakenda:

„Algjörlega frábært námskeið sem hjálpaði mér að skýra stefnuna og öðlast sjálfstraust til að gera það sem ég hef lengi ætlað mér en ekki þorað. Mæli 100% með þessu námskeiði.“

„Mig langaði að byggja mig upp, öðlast meira sjálfstraust og kynnast nýju fólki. Námskeiðið fór umfram mínar væntingar gagnvart þessu öllu og kom mér eiginlega mjög á óvart hvað það gerði mikið fyrir mig. Takk kærlega fyrir mig!“

„Ég hef verið með ákveðnar hugmyndir í huga en ekki getað tekið ákvörðun um að fara af stað. Þetta námskeið hjálpaði mér mjög mikið að þekkja styrkleika mína og gaf mér praktísk verkfæri til þess að skipuleggja líf mitt og verkefnin sem eru framundan. Virkilega skemmtilegt í þokkabót.“

Það er góð fjárfesting að finna besta eintakið af sjálfum sér. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 11. febrúar klukkan 19:30 – 21:30

Skráning er hér.

Mundu eftir okkur á Facebook