Fara í efni

Kynlíf er gott fyrir heilastarfsemina: Sérstaklega fyrir eldra fólk

Sífellt eru að koma fram nýjar upplýsingar um eitt og annað og virðist kynlíf eiga sérstaklega upp á pallborðið hjá mörgum vísindamönnum, að minnsta kosti eru margar rannsóknir gerðar um kynlíf og ýmislegt sem því tengist. Niðurstaða einnar af nýjustu rannsóknunum sýnir að auk þess að vera gott og skemmtilegt þá er kynlíf einnig til þess fallið að gera fólk gáfaðra.
Kynlíf er gott fyrir heilastarfsemina: Sérstaklega fyrir eldra fólk

Sífellt eru að koma fram nýjar upplýsingar um eitt og annað og virðist kynlíf eiga sérstaklega upp á pallborðið hjá mörgum vísindamönnum, að minnsta kosti eru margar rannsóknir gerðar um kynlíf og ýmislegt sem því tengist. Niðurstaða einnar af nýjustu rannsóknunum sýnir að auk þess að vera gott og skemmtilegt þá er kynlíf einnig til þess fallið að gera fólk gáfaðra.

Þetta á sérstaklega við um eldra fólk. Rannsókn vísindamanna við háskólann í Coventry sýnir að eldri karlar sem stunda reglulegt kynlíf eru í minni hættu á að glíma við lélegt minni og heilastarfsemi þeirra virðist almennt vera heilbrigðari en hjá þeim sem ekki stunda kynlíf reglulega.

Karlar á aldrinum 50 til 89 ára, sem voru virkir í kynlífinu, náðu 23 prósent betri árangri við að leysa orðaþrautir og 3 prósent betri árangri í að leysa talnaþrautir. Hjá konum, sem voru virkar í kynlífi, var niðurstaðan svipuð, þær komu betur út í orðaþrautum en ekki var neinn munur á milli þeirra og kynsystra þeirra, sem ekki voru virkar í kynlífi, þegar kom að talnaþrautum.

6.800 manns tóku þátt í rannsókninni. Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, telja að kynhormón eins og dópamín tengist umbunarkerfi heilans og gagnist vitsmunalegri starfsemi hans og hæfileikanum til að muna.

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?